EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12880

Title
is

Bókin sem hverju barni er gefin. Um orð og myndir í Vísnabókinni

Submitted
September 2012
Abstract
is

Ritgerðin fjallar um Vísnabókina sem fyrst var gefin út árið 1946. Hún hefur margsinnis verið endurútgefin og enn í dag nýtur hún mikilla vinsælda. Símon Jóh. Ágústsson valdi vísurnar í bókina en Halldór Pétursson gerði myndirnar. Í ritgerðinni er leitast við að svara þeirri spurningu hvað geri bókina að einni vinsælustu og söluhæstu íslensku barnabók frá upphafi. Spurt er að því hvort textinn eða myndirnar séu mikilvægari í þeim efnum en niðurstaðan er sú að báðir þættirnir taki jafnan þátt í sköpun listaverksins. Leitt er í ljós að myndirnar eru ekki aðeins skraut við textann heldur eru þær merkingarbærar og krefjast lesturs líkt og textinn.
Fyrsti hlutinn fjallar um barnabækur og íslenskar ljóðabækur fyrir börn. Auk þess er þar rætt um tilurð Vísnabókarinnar og íslenskt samfélag á stríðsárunum þegar menn óttuðust áhrif erlendra barna- og unglingabóka. Annar hlutinn snýr að boðskap og þema bókarinnar en þar er einnig fjallað um birtingarmyndir kynjanna og áhuga barna á kveðskap eftir kynjum. Vitnað er í Símon Jóh. Ágústsson sem kannaði áhuga grunnskólabarna á kveðskap og túlkaði niðurstöðurnar eftir kynjum.
Þriðji hlutinn er sá viðamesti og fjallar um efni Vísnabókarinnar. Annars vegar er textinn tekinn fyrir og hins vegar myndirnar en loks er samspil þessara tveggja miðla skoðað og hugmyndir nokkurra fræðimanna kynntar. Fjallað er um það hvernig texti og myndir geta vakið hugsanatengsl og haft mismunandi áhrif á fólk. Höfundar beita fjölbreyttri tækni við merkingarsköpun og stýra áhrifum verka sinna að vild. Ljóðskáld beita til dæmis endurtekningum, andstæðum og háði en myndlistamenn nýta sér ljós og skugga, þykkt línu og ólík sjónarhorn. Hins vegar hafa höfundar ekki fullt vald yfir verkum sínum því túlkunin er alltaf í höndum þess sem horfir eða les.

Accepted
10/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
RagnheiðurJóns-BA.pdf3.1MBOpen Complete Text PDF View/Open