is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12911

Titill: 
  • Er markvisst unnið eftir hugmyndafræðinni skóli án aðgreiningar í grunnskólum á norðanverðum Vestfjörðum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Spurningakönnunin okkar fjallar um hvort unnið sé markvisst eftir hugmyndafræðinni skóli án aðgreiningar í grunnskólum á norðanverðum Vestfjörðum og hefur það markmið að afla upplýsinga um það hvort verið sé að vinna markvisst að upplýstri menntastefnu Íslendinga, skóla án aðgreiningar. Við vildum fá fram sjónarhorn starfsmanna á hugmyndafræðinni og kanna hvort þekking á henni væri til staðar innan skólanna. Sjónum okkar var beint að þeim þáttum sem koma að því hvað stuðlaði að eða hindraði að unnið væri markvisst að skóla án aðgreiningar. Í rannsókninni var beitt megindlegum rannsóknaraðferðum sem fólst í því að biðja þátttakendur um að svara spurningum á fimm þrepa Likert-kvarða ásamt því að svara sömu spurningunni nánar skriflega. Þátttakendur voru 13 starfsmenn úr þremur grunnskólum á norðanverðum Vestfjörðum eða skólastjórnendur, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar. Þær almennu ályktanir sem dregnar voru af niðurstöðum var að markvisst væri unnið eftir hugmyndafræðinni í tveimur skólum af þremur og að mikilvægt væri að halda uppi reglulegri fræðslu fyrir alla starfsmenn. Starfsfólk skólanna þarf að þekkja menntastefnuna svo mögulegt sé að allir vinni og stefni í sömu átt að því að gera skóla án aðgreiningar að virku ferli innan hvers skóla. Könnunin er framlag okkar til þess að bæta skólasamfélagið og auka skilning á mikilvægi jafnréttismenntunar fyrir alla. Hún ætti að varpa ljósi á þá þætti sem stuðla að skóla án aðgreiningar ásamt því að benda á hvað betur mætti fara.

Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- RITGERÐIN Sif og Guðný.pdf430.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna