is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12918

Titill: 
  • Aðlögun barna í grunnskóla : upplifun foreldra barna með sérþarfir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi BA verkefni er unnið út frá eigindlegri rannsókn þar sem þrjú vitöl voru tekin við foreldra barna með sérþarfir. Markmið verkefnisins var að kanna upplifun foreldra barna með sérþarfir á aðlögun barna þeirra úr leikskóla í grunnskóla. Rannsóknin var framkvæmd á vorönn 2012 og viðtöl voru tekin við þrjár mæður sem greindu frá upplifun sinni af aðlögun barna sinna. Viðtölin sem eru til grundvallar eigindlegu rannsóknar þessa verkefnis bentu til þess að foreldrar upplifuðu mikinn kvíða og óöryggi þegar kom að því að börn þeirra byrjuðu í grunnskóla. Foreldrar voru misjafnlega upplýstir um réttindi barna sinna og leiddu niðurstöður viðtalanna í ljós að því upplýstari sem foreldrar voru, því meiri þjónustu fengu börnin. Niðurstöður gáfu það einnig til kynna að foreldrar sem vissu rétt sinn og barnsins voru ráðandi aðillar í teymisvinnu og áttu í jákvæðari samskiptum við starfsmenn skóla.

Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðlögun barna B.A ritgerð.pdf504.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna