is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12935

Titill: 
  • Innleiðing breytinga í málaflokki fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er annars vegar að skoða þau gildi og þá hugmyndafræði sem leggur grunninn að stefnumörkun í þróun á úrbótum í málaflokki fatlaðs fólks og hins vegar að skoða þær leiðir sem Ás styrktarfélag hefur farið til þess að þróa þjónustu í þessum anda. Til að nálgast meginmarkmið var unnið út frá fimm undirmarkmiðum sem verkefnið er byggt á. Með það að leiðarljósi var framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem fimm viðtöl voru tekin við stjórnendur og yfirmenn í dagþjónustu hjá Ás styrktarfélagi. Í verkefninu var horft til þeirrar þróunar sem orðið hefur í málaflokki fatlaðs fólks og skoðuð þau gildi sem höfð eru til hliðsjónar þegar framtíðarsýnin er skilgreind.
    Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að verið er að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf í starfsemi Ás styrktarfélags. Við innleiðingu breytinganna var stuðst við hugmyndafræði John P. Kotters um þrepaskipta verkferla. Í rannsókninni kom fram að breytingaferlið nýttist mjög vel til skipulagningar á þeim verkferlum sem þarf að eiga sér stað áður en hafist er handa við innleiðingu breytinga í málaflokki fatlaðs fólks.  

Styrktaraðili: 
  • Það voru engir styrktaraðilar að þessu verkefni.
Athugasemdir: 
  • Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innleiðing breytinga í málaflokki fatlaðs fólks.pdf871.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna