is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12937

Titill: 
  • Málið mitt er sérstakt : óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og framsækin tjáskiptahjálpartæki.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allir eiga rétt á að tjá sig um sitt eigið líf. Mikilvægi þess að geta tjáð sig verður ekki metið til fjár. Mikið af fötluðu fólki á í erfiðleikum með talmál vegna fötlunar sinnar og því eru fundin viðeigandi tjáskiptaúrræði sem hentar hverjum og einum. Óhefðbundin tjáskipti skiptast í tvo aðalhópa, hreyfitákn og benditákn. Hreyfitákn eru íslenskt táknmál og tákn með tali. Benditákn er meðal annars, Blisstáknmál, Boardmaker og PCS myndir. Algengt er að þeir sem noti óhefðbundnar tjáskiptaleiðir þurfi að notast við einhverskonar tjáskiptahjálpartæki hvort sem það er bendiprik eða hátækni tölvubúnaður. Til er aragrúi af tjáskiptahjálpartækjum sem er sérstaklega hannaður fyrir fatlað fólk en einnig er til nýr búnaður sem hannaður er fyrir almennan markað sem fatlað fólk getur notað þrátt fyrir fötlun sína.
    Í þessari heimildaritgerð er gagna aflað úr skriflegum heimildum og á netinu. Gert er grein fyrir því hvað óhefðbundin tjáskipti eru og fjallað er um þær óhefðbundnu tjáskiptaleiðir sem eru algengastar hér á landi.
    Markmiði ritgerðarinnar er að draga saman efni um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og helstu leiðir innan benditákna og hreyfitákna ásamt því að fjalla um hátæknilegan tjáskiptabúnað sem nýtist fötluðu fólki með skerta hreyfifærni. Auk þess mun ég kynna iPad sem er tækni nýjung sem hefur verið að nýtast fötluðu fólki hérlendis.
    Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: Hvað eru óhefðbundin tjáskipti? Hvaða hátækni tjáskiptahjálpartæki eru fremst á markaðnum í dag?
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar voru að munurinn á hreyfitáknum og benditáknum er sá að þeir einstaklingar sem nota hreyfitákn tjá sig með höndunum og líkamleg færni þeirra einstaklinga er góð. Þeir sem tjá sig með benditáknum eru með takmarkaða hreyfifærni og því hentar sú leið betur. Þeir einstaklingar sem notast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir hafa leið til að tjá sig um sitt eigið líf og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Að geta ekki talað talmál þýðir ekki að einstaklingur hafi ekkert að segja og hafi engar skoðanir. Því eru tjáskiptahjálpartæki mikilvægur þáttur fyrir þann hóp sem tjáir sig með benditáknum en á í erfileikum með tjáskipti vegna skertrar hreyfifærni.

Samþykkt: 
  • 11.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil- Ba ritgerð, Eyrún.pdf420.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna