EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12942

Title
is

Hvað er í boði? : nám á starfsbraut og þeir möguleikar sem standa nemendum til boða að námi loknu

Submitted
May 2012
Abstract
is

Þessi ritgerð er tíu eininga lokaritgerð til B.A.-prófs í þroskaþjálfafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er í tveimur hlutum, annars vegar er um að ræða fræðilega umfjöllun og litla rannsókn þar sem við beinum sjónum að framhaldsskólum og starfsbrautum og hins vegar bækling sem fjallar um möguleika fatlaðs fólks til atvinnu og náms að framhaldskólanámi loknu. Við framkvæmdum eigindlega rannsókn þar sem við tókum viðtöl við sex nemendur á starfsbraut í tveimur framhaldsskólum vorið 2012. Markmið okkar var að kanna hvaða væntingar nemendur á starfsbraut hefðu til framtíðar sinnar að námi loknu. Í viðtölum við nemendur kom í ljós að þeir vissu lítið sem ekkert um þá möguleika sem þeim standa til boða að loknu námi á starfsbraut. Í framhaldi af viðtölunum unnum við bækling með upplýsingum um það sem helst er í boði fyrir fatlað fólk eftir nám á starfsbraut. Tilgangur bæklingsins er að upplýsa nemendur um þá möguleika sem bjóðast hvað varðar atvinnu og menntun. Það kom okkar á óvart hve lítið er í boði varðandi menntun og atvinnu eftir nám á starfsbraut sem og að flest þau úrræði sem þó eru í boði eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Það sem þessum einstaklingum stendur til boða hvað varðar menntun er annað hvort diplómanám við Háskóla Íslands eða námskeið hjá Fjölmennt. Þegar kemur að atvinnu hefur fatlað fólk um tvennt að velja: atvinnu með stuðningi eða verndaða vinnustaði. Möguleikar fatlaðs fólks að loknu námi á starfsbraut eru því ekki fjölbreyttir.

Accepted
12/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerð 4 mai ... .pdf798KBLocked until  30/11/2132 Complete Text PDF