EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisReykjavík University>Tækni- og verkfræðideild>MEd / MPM / MSc verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12956

Title
is

Virði alþjóðlegra umhverfisvottana í ferðaþjónustu á Íslandi

Submitted
May 2012
Abstract
is

Ferðaþjónusta á Íslandi er háð umhverfinu og náttúru landsins. Náttúran er ein helsta auðlind landsins og felur í sér sterkt aðdráttarafl fyrir þá erlendu ferðamenn sem vilja heimsækja Ísland. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna á Íslandi sumarið 2011 töldu 56% að það hefði mjög mikil/frekar mikil áhrif á val þeirra á ferðaþjónustufyrirtæki ef það væri með viðurkennda gæðavottun (Ferðamálastofa, 2012). Í dag eru aðeins um 10 ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi með alþjóðlega umhverfisvottun og eru þessi 10 fyrirtæki í mismunandi starfsgreinum innan ferðaþjónustunnar og af ólíkri stærð. Því vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna ekki fleiri fyrirtæki hafi sóst eftir umhverfisvottun á sinni starfssemi. Er virði í því að taka upp umhverfisvottun? Skortir mögulega þrýsting frá yfirvöldum á ferðaþjónustuaðila? Vantar einhvern frekari hvata fyrir fyrirtækin? Svo virðist sem lítill þrýstingur sé á fyrirtækin að taka þetta skref þrátt fyrir að umhverfismálefni og umhverfisvottanir hafi verið í umræðunni í ferðaþjónustu um langt skeið. Umhverfisstjórnun skiptir ferðaþjónustu miklu máli upp á að verða sjálfbær atvinnugrein, hún tryggir stöðugar úrbætur í umhverfismálum, jákvæða þróun og góð áhrif á samfélagið í heild sinni.
Þegar Hótel Hellnar, lítið hótel á Snæfellsnesi, hlaut Green Globe (í dag Earth Check) umhverfisvottun árið 2002 var það fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið á Íslandi til að fá alþjóðlega vottun. Á svipuðum tíma fékk annað lítið hótel út á landi, Hótel Eldhestar, umhverfisvottun Svansins. Hópbílar, meðalstórt rútufyrirtæki á þessum tíma, var eitt af fyrstu fyrirtækjum á Íslandi til að hljóta umhverfisvottun samkvæmt ISO14001 árið 2004. Það er athyglisvert að bæði lítil fyrirtæki og í jafn ólíkri starfsemi séu fyrst fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar til að hljóta þessar vottanir, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu að alþjóðlegar vottanir taki mikinn tíma, séu kostnaðarsamar og að þeir staðlar og ferlar sem í þeim felast henti ekki íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Accepted
12/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Elsa_Gunnarsdóttir... .pdf400KBOpen Complete Text PDF View/Open