is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12980

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð - sjálfsmynd barna með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er heimildaritgerð sem unnin er eftir erlendum og íslenskum heimildum og fjallar um sjálfsmynd barna með ADHD, en það er skammstöfun fyrir enska heitið Attention deficit hyperactivity disorder. Fræðsla er oft fyrsta skrefið í átt að auknum skilningi og betra uppeldi. Ritgerðin er ætluð til að opna augu lesanda fyrir mikilvægi þess að nota uppbyggilegar uppeldisaðferðir fyrir börn almennt en þá sérstaklega fyrir börn með ADHD þar sem þau upplifa oft neikvæð viðbrögð frá umhverfi sínu. Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að sjálfsmynd barna með ADHD er minni en hjá börnum með engar raskanir. Eftir því sem einkenni ADHD eru verulegri, því slakari er sjálfsmyndin. Slakur félagsþroski hefur slæm áhrif á sjálfsmyndina og því er félagsfærni þjálfun mikilvæg. Ýmislegt er hægt að gera til að efla sjálfsmyndina. Það hefur reynst vel að nota félagsfærnisögur, en þær eru ætlaðar til að kenna barninu félagslega færni , en þannig fær barnið útskýringu á því hvernig það á haga sér í misjöfnum aðstæðum. Atferlismeðferð gagnast einnig vel en með henni er markvisst unnið að því að kenna rétta hegðun og draga úr neikvæðri hegðun með notkun umbuna í ýmsu formi.

Samþykkt: 
  • 12.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf701.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna