is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13006

Titill: 
  • „Ég hef einhvern veginn alltaf fundið mér leið." Reynsla háskólanema með Ad(h)d sem náð hafa árangri í námi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í reynslu nemenda með Ad(h)d sem náð hafa árangri í háskólanámi. Viðtöl voru tekin, vorið 2012, við átta einstaklinga sem greindir eru með Ad(h)d, og hafa lokið minnst einu ári við Háskóla Íslands. Niðurstöður leiddu í ljós að flestir hefðu viljað fá Ad(h)d greiningu fyrr og telja þekkingarleysi grunnskólakennara helstu ástæðu þess að vandi þeirra fór óséður. Allir þátttakendur höfðu mætt neikvæðum viðhorfum kennara einhvern tímann á námsferlinum, sem þeir rekja til röskunarinnar, og í sumum tilfellum höfðu þau mótandi áhrif á sjálfsmynd þeirra. Flestir upplifðu að Ad(h)d hafi dregið úr sjálfstrausti þeirra og telja það jafnvel meiri hindrun en sjálfa röskunina. Fram kom að þátttakendur forðast að leita til kennara í háskólanámi sínu og fara því mögulega á mis við stuðning sem þeir eiga rétt á. Einnig kom í ljós að þeir virðast ekki meðvitaðir um rétt sinn til sérúrræða í háskólanáminu. Það bendir til að aukið frumkvæði þurfi að koma af hálfu skólans við að nálgast þá. Þrátt fyrir erfiðleika sína búa þátttakendur yfir styrkleikum eins og jákvæðu viðhorfi til náms, metnaði og gáfum. Allir, nema einn, taka lyf við Ad(h)d og telja þau eiga mikilvægan þátt í árangri sínum.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ingveldur halla-leidrett.pdf728.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna