is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13018

Titill: 
  • Með heiminn í höndum sér : fjölmenning í skólastofunni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða mikilvægi fjölmenningarlegrar kennslu. Hefur nýbúum fjölgað það mikið að nauðsynlegt sé að breyta kennsluháttum í íslenskum grunnskólum og er fjölmenningarleg kennsla fyrir fáa nemendur eða hentar hún öllum hópnum?
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar verða skoðuð hugtök eins og tvítyngi, nýbúar, snúbúar (þriðjumenningarbörn) og fjölmenning. Ýmsum spurningum í tengslum við þessi hugtök þarf að svara til að útskýra hvað felst í þeim. Hverjir teljast tvítyngdir og hvernig er tvítyngi skilgreint? Eru nýbúar einungis þeir sem eiga erlenda foreldra sem hafa flutt með þau til Íslands? Skoðaðar eru rannsóknir á líðan nemenda sem hafa íslenskan bakgrunn en erlent mál sem er þeim í raun eiginlegra en móðurmálið. Hvernig er að alast upp erlendis en flytja síðan til Íslands og hefja nám í grunnskóla? Eru þessir nemendur fullfærir um að ganga inn í skólakerfið vandræðalaust eða þurfa þeir nánast sömu aðstoð og nemendur með engan íslenskan bakgrunn?
    Ég mun útskýra hvernig hugtakið fjölmenning og fjölmenningarlegt samfélag tekur sífelldum breytingum og að þrátt fyrir að sum samfélög séu einsleit þá eru þau samt fjölmenningarleg vegna mismunandi bakgrunns þeirra sem þar búa. Uppeldi og búseta leikur stórt hlutverk í því hvaða grunn við höfum og það gerir hvern einstakling ólíkan þeim næsta. Ef fjölmenning er vegna uppeldis og menningarlegs bakgrunns þá skilar það sér inn í grunnskólann og gerir hann þar af leiðandi fjölmenningarlegan.
    Í seinni hluta verksins mun ég skoða aðferðir til að kenna fjölbreyttum nemendahóp og er þar samvinnunám og fjölgreindarkenning Gardners í aðalhlutverki. Rannsóknir í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum hafa sýnt fram á ágæti samvinnunáms sem aðferðar fyrir alla nemendur hvort sem þeir eru með erlendan bakgrunn eða ekki og verða niðurstöður tveggja rannsókna útskýrðar til að sýna fram á mikilvægi þess að nota kennsluaðferðir sem hentar sem flestum.
    Að lokum er bókin; Bréf frá Felix, lítill héri í heimsferð, kynnt sem og námsefnið sem ég samdi með bókinni og farið yfir hugmyndir að námsmati. Í kjölfarið er svo skoðað hvað þeir kennarar sem kenndu efnið hafa að segja.

  • Útdráttur er á ensku

    With the world in their hands: The multicultural classroom
    The object of this thesis is to look at the importance of multicultural teaching. Has the number of immigrant children risen to the point that it is necessary to change teaching ways in Icelandic elementary schools, and is multicultural teaching for a chosen few students or is it suitable for the whole group?
    In the first part of the thesis concepts like bilingualism, immigrant children, Icelandic children raised abroad that have moved back to Iceland (third culture children) and multiculture are examined. Various questions relating to these concepts must be answered to explain what they mean. Who is considered bilingual and how is bilingualism defined? Are immigrant children only those children that have foreign parents that have moved to Iceland with their children? Researches on how students feel, that have Icelandic background, but a foreign language that is in fact more natural to them, than their own language, in this case, Icelandic, will be looked at. How does it feel to be raised abroad and then move back to Iceland to start elementary school? Are these students fully equipped to come into the educational system without a hitch, or do they need the same, or just about the same assistance as students with no icelandic background?
    I will explain how the concept multiculture and multicultural society is under constant change and that even if some societies are somewhat onesided in culture, they are in fact multicultural because of the differences in background of those that live there. Upbringing and where we live play a big role in what foundation we have and that makes every individual different from the next. If multiculture is caused by upbringing and cultural background, it seeps into the elementary school and therefore makes the school multicultural.
    In the second part of the thesis I will look at different ways to teach a diverse group of students, where cooperational studies and Gardner‘s Theory of multiple intelligences play the main part. Researches in the USA and in the Scandinavian countries have shown that cooperational studies are beneficial to all students, whether they have a foreign background or not, and the conclusions of two of these studies will be explained.
    At last, the book; Letters from Felix, a little rabbit on world tour is introduced as well as the curriculum that I wrote with the book and ideas for study evaluation discussed. Following that, I look at what the teachers that used the material have to say about their experience.

Samþykkt: 
  • 13.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Með heiminn í höndum sér. Fjölmenning í skólastofunni..pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna