is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1303

Titill: 
  • Skipulag og stefnumótun hjá Byggingarfélaginu Grennd ehf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Skipulag og stefnumótun er eitthvað sem fyrirtæki eru stöðugt að leggja meiri og meiri áherslu á. Er það ekki síst tilkomið vegna þeirra miklu breytinga á umhverfi fyrirtækja sem er meðal annars tilkominn vegna alþjóðavæðingar efnahagslífssins ýmsum lýðfræðilegum breytingum, opnara samfélagi heimsins og ekki síst vegna mikillar þróunnar í tækni og vísindum. Jafnframt þurfa fyrirtæki að vera stöðugt að endurskoða skipulag og stefnumörkun sína þar sem hraði er svo mikill og breytingar í samfélaginu eru svo örar.
    Í verkefni þessu leitaðist höfundur við að skoða hvort fyrirtækið hefði valið sér rétt skipulag miðað við þá starfsemi sem það er í og hvort það hefði á einhvern hátt áhrif á framtíð og vöxt þess. Jafnframt var stefnumótun skoðuð og reynt að gera grein fyrir því hvernig best væri fyrir fyrirtækið að vinna slíka vinnu.
    Í meginatriðum virðist fyrirtækið hafa valið rétt skipulag eftir að það hóf starfsemi og vöxtur fyrirtækisins verið ör og nokkuð mikill. Helstu niðurstöður má segja að séu þær að fyrirtækið þarf að fara í stefnumótunarvinnu og ekki síður að endurskoða skipulagið núna þegar verkefnin eru að verða stærri og umfangsmeiri, ekki síst til þess að reyna að sjá hvort það hefur þekkingu, getu og burði til þess að takast á við jafn stórt verkefni og fyrirhugað er að fara í á Spáni.
    Byggingafélagið Grennd ehf er fyrirtæki með mikil og háleit markmið sem verðugt verður fyrir fyrirtækið að takast á við og ekki síður spennandi að fylgjast með og er höfundur þess fullviss að mun meiri líkur eru á að þessi markmið náist með réttu skipulagi, góðri stefnumótun og skipulögðum vinnubrögðum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 13.05.2015
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
grennd.pdf454.05 kBTakmarkaðurHeildartextiPDF
grennd_e.pdf140.53 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
grennd_h.pdf114.23 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
grennd_u.pdf80.51 kBOpinnGrennd - útdrátturPDFSkoða/Opna