is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13051

Titill: 
  • Sundurleit stefna. Rannsókn á stefnu stjórnvalda gagnvart nemendum með lesblindu í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn beinist að stefnumótun hins opinbera varðandi nemendur með lesblindu í grunnskóla. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hið pólitíska stefnumótunarferli, til þess að varpa ljósi á hvaða öfl liggja að baki þeirra stefnu sem hefur mótast í málaflokknum og hvaða áhrif þau hafa á framkvæmd stefnunnar í skólum landsins.
    Rannsóknin er byggð á eigindlegri aðferðafræði í formi tilviksathugunar þar sem rannsóknargagna var aflað með greiningu á fyrirliggjandi gögnum og fimmtán viðtölum við ýmsa aðila sem starfa í tengslum við viðkomandi málaflokk. Gagnaöflun miðaðist við það tímabil þegar málaflokkurinn komst á dagskrá stjórnmálanna, til dagsins í dag.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að stefnunet þessa málaflokks sé mjög sundurleitt sem á rætur að rekja til galla í fagskrifræði skólakerfisins. Afleiðingin endurspeglast í tilviljunarkenndri þjónustu meðal grunnskóla landsins. Helstu áhrifavaldar við mótun núverandi stefnu eru annars vegar sú kerfisbreyting sem átti sér stað þegar rekstur grunnskólanna var fluttur frá ríki yfir til sveitarfélaganna árið 1996, hins vegar þau ólíku sjónarmið og úrræði sem ríkja gagnvart lesblindu innan skólakerfisins.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nanna Björk word.pdf920.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna