is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13055

Titill: 
  • Einelti í grunnskóla : hvað getur umsjónarkennarinn gert?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi B.Ed.-ritgerð er fræðileg og fjallar um einelti. Rannsóknarspurningarnar eru tvær: Hver eru hlutverk þátttakenda í einelti og hver eru helstu úrræðin gegn einelti? Til upplýsinga- og gagnaöflunar voru eldri og nýrri skrif um einelti skoðuð, mest megnis skrif Dans Olweusar og Guðjóns Ólafssonar. Einnig var notast við ýmsar greinar og rannsóknir um einelti. Fjallað er almennt um einelti og einkum stuðst við skilgreiningu Olweusar og lýsingu hans á birtingarmynd eineltis. Þá eru hlutverk þátttakenda í einelti skoðuð og hver helstu úrræðin gegn einelti séu. Helstu niðustöðurnar eru þær að það getur reynst lífsnauðsynlegt að taka á eineltismálum, bæði fyrir gerendur og þolendur. Einelti getur líka haft mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir áhorfendurna og því öðlast þeir einnig betri líðan þegar tekið er á eineltinu. Auk þess er mikilvægt að vera meðvitaður um að það er hópur barna sem tilheyrir bæði hópi gerenda og þolenda og að börn með ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) virðast oft lenda í þeim aðstæðum að tilheyra báðum hópum. Bekkjarkennarinn þarf því alltaf að vera á varðbergi gagnvart einelti og hefur yfir þó nokkrum úrræðum að ráða. Árangursríkt hefur reynst að nýta sér fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bekkjarreglur, fundi, fræðslu um eineltishringinn og hlutverkaleiki. Ef kennara grunar að einelti viðgangist í bekknum þarf að kanna málið samstundis og bregðast við með viðeigandi hætti. Einelti getur haft verulega alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel lífshættulegar, og því er skylda okkar sem kennara að uppræta það.

Samþykkt: 
  • 14.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThordisFrid_Einelti-1.pdf558.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna