is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13077

Titill: 
  • Móttaka nýliða hjá Icelandair Hótel Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Miklu máli skiptir að vel sé staðið að móttöku og þjálfun nýliða en rannsóknir benda til þess að það geti skilað fyrirtækjum lægri starfsmannaveltu, færri mistökum, auknum afköstum, bættri þjónustu ásamt færri slysum hjá nýliðum.
    Þegar nýir starfsmenn mæta til starfa fyrsta vinnudaginn þarf að huga að því að fyrsta upplifunin af vinnustaðnum muni móta skoðanir hans ásamt því að hafa áhrif á starfsánægju og tryggð hans við fyrirtækið. Fyrstu upplýsingarnar sem nýliðar fá eru þær sem endast best, því þarf að huga vel að móttöku þeirra. Verkefnið var unnið í samstarfi við Icelandair Hótel Akureyri og var rannsóknarspurningin sem sett var fram: „Hvernig er best að standa að móttöku nýliða hjá Icelandair Hótel Akureyri?“. Í upphafi verkefnisins var ljóst að engin formleg nýliðaþjálfun á sér stað hjá hótelinu. Tekið var viðtal við Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, hótelstjóra ásamt því að spurningalisti var sendur í tölvupósti til sex starfsmanna hótelsins. Svarhlutfall var 100%.
    Helstu niðurstöður voru þær að sú móttaka sem starfsmennirnir sem tóku þátt í rannsókninni fengu voru ekki nógu góðar og lögð var fram tillaga að bættri móttöku. Icelandair Hótel Akureyri ætti að notast við gátlista (sjá viðauka þrjú) við móttöku nýliða til þess að tryggja að ekkert gleymist ásamt því að senda gæðahandbók fyrirtækisins til starfsmanna áður en þeir hefja störf, en þá eru starfsmenn áhrifagjarnastir. Einnig ætti að leggja próf fyrir starfsmenn úr gæðahandbókinni til þess að leggja ríka áherslu á mikilvægi þess að kunna það sem þar kemur fram (sjá viðauka fjögur).
    Lykilorð:
     Gátlisti
     Nýliðaþjálfun
     Þjálfunaraðferðir
     Móttaka nýliða
     Icelandair Hótel Akureyri

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað.
Samþykkt: 
  • 17.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Jenný..pdf881.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna