EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13080

Title
is

Nýliðinn hjá ISAL. Móttaka, fræðsla og starfsþjálfun

Submitted
September 2012
Abstract
is

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun og viðhorf nýs starfsfólks hjá ISAL til heildar móttökuferlis með tilliti til fræðslu og þjálfunar og að nýta niðurstöðurnar til að bæta ferlið ef þörf væri á. Kannaðir voru þeir þættir sem snúa að almennum móttökum nýliða, nýliðafræðslu, starfsþjálfun nýliða og fóstrakerfi.
Þátttakendur í rannsókninni voru 92 starfsmenn ISAL sem allir hafa stuttan starfsaldur og starfa innan mismunandi framleiðsludeilda fyrirtækisins.
Lagðar voru fram þrjár rannsóknarspurningar;
1. Hvert er viðhorf nýliða til heildar móttökuferlis starfsmanna hjá ISAL?
2. Er munur á milli kerskála og steypuskála á þeim tíma sem nýliðar fá með fóstra sínum?
3. Er tölfræðilega marktækur kynjamunur á því hvort starfsmenn telji sig hafa fengið viðunandi starfsþjálfun áður en þeir fóru að vinna sjálfstætt?
Stuðst var að stærstum hluta við megindlega aðferðafræði í formi spurningakönnunar og tölfræðilegra útreikninga en einnig voru notaðar eigindlegar aðferðir í formi viðtala. Viðtölin voru tekin til að fá skýrari sýn á viðfangsefnið og til að renna stoðum undir megindlegu niðurstöðurnar.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að starfsfólk hjá ISAL er almennt jákvætt til heildar móttökuferlis nýliða, starfsmenn steypuskála fá marktækt fleiri vaktir með fóstra sínum en starfsmenn kerskála og ekki er tölfræðilega marktækur kynjamunur á ánægju með starfsþjálfun.
Helstu ályktanir rannsakanda eru að móttökuferlið sé í heild mjög gott en að endurskoða megi þá þætti sem snúa að starfsþjálfun og fóstrakerfi. Í því tilliti mætti lengja starfsþjálfunartíma nýliða auk þess sem endurskipuleggja mætti fóstrakerfi með því markmiði að mynda skilvirkari samfellu á milli móttöku nýliða og starfsþjálfunar.

Accepted
17/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
msritgerd.pdf6.23MBOpen Complete Text PDF View/Open