is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13100

Titill: 
  • Það þarf að hugsa um hver er hagur barnsins : viðtalsrannsókn við sex leikskólastjóra um reynslu þeirra af tilkynningum til barnaverndar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að rýna í reynslu leikskólastjóra af tilkynningum til barnaverndar vegna ofbeldis eða vanrækslu gegn börnum. Markmiðið var að öðlast frekari skilning á því hvaða ástæður valda því að hlutfallslega fáar tilkynningar berast frá leikskólum til barnaverndaryfirvalda vegna ofbeldis eða vanrækslu gegn börnum. Viðtöl voru tekin við sex leikskólastjóra sem allir höfðu yfir 10 ára starfsreynslu. Í fræðilegum kafla er fjallað um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og afleiðingar þess, barnaverndarlög, verklagsreglur um tilkynningarskyldu leik- grunn- og framhaldsskóla og rannsóknir sem gerðar hafa verið á tilkynningarhegðun kennara og annars fagfólks sem starfar með börnum. Einnig er fjallað um hlutverk leikskólans, kennara og skólastjóra.
    Þemu rannsóknarinnar eru fimm; reynsla leikskólastjóra af tilkynningum til barnaverndar, ástæður fárra tilkynninga, öryggi og þekking starfsfólks, aðkoma foreldra og samvinna leikskóla og barnaverndar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fáar tilkynningar bærust frá leikskólum og að fjöldi mála væri ekki lýsandi fyrir þann fjölda sem hefði átt að tilkynna. Fram kom að sú nánd sem skapaðist við foreldra barna í leikskólum hefði áhrif á tilkynningarhegðun og einnig ótti við að bera rangar sakir á fólk. Skortur á samstarfi við barnavernd var einnig talin ástæða fárra tilkynninga frá leikskólum. Leikskólastjórar töldu færni og öryggi starfsfólks í að greina ástæður til tilkynninga og þekking þess á einkennum ofbeldis og vanrækslu nokkuð góða. Reynsla af samskiptum við foreldra vegna mála sem snerta ofbeldi eða vanrækslu var oftast góð og einnig var samstarf við barnavernd nokkuð gott. Skortur á upplýsingum frá barnavernd vegna mála sem tilkynnt höfðu verið skapaði þó óöryggi meðal starfsmanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru að mörgu leyti samhljóma rannsóknum sem gerðar hafa verið á tilkynningarhegðun kennara og annarra sem hafa tilkynningarskyldu samkvæmt lögum. Þó telja leikskólastjórar þekkingu starfsfólks á tilkynningarskyldunni og einkennum ofbeldis og vanrækslu betri en komið hefur fram í rannsóknum á þessum þáttum.

Samþykkt: 
  • 18.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð 3. sept 2012.pdf552.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna