is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13110

Titill: 
  • Einkenni þeirra hópa sem flytja frá Íslandi í efnahagsþrengingum. Hve stór hluti snýr til baka og af hvaða ástæðum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fólksflutningar milli landa hafa aukist verulega með ört stækkandi alþjóðlegu hagkerfi þar sem frjálst flæði fjármagns og vinnuafls hefur gjörbreytt efnahagsumhverfi heimsins. Fólksflutningar frá Íslandi hafa einkennst af miklum sveiflum sem áður fyrr mátti rekja til hamfara og slæms veðurfars en nú eru það helst efnahagslegar aðstæður hverju sinni sem hafa mest áhrif.
    Í þessari ritgerð verður reynt að leggja mat á þá áhrifavalda sem mestu máli skipta varðandi búferlaflutninga frá Íslandi og þeir hópar skoðaðir sem helst bregðast við þeim hvötum að flytjast frá Íslandi í efnahagsþrengingum. Nokkur munur virðist vera á milli þjóðfélagshópa, þar sem ákveðnir hópar eru líklegri en aðrir til þess að flytjast búferlum. Þá er munur á hegðun íslenskra og erlendra ríkisborgara í búferlaflutningum hvort heldur í uppsveiflu eða niðursveiflu. Notuð voru gögn um búferlaflutninga frá Hagstofu Íslands sem greind voru eftir þjóðerni, aldri og kyni, fjölskylduaðstæðum og starfstétt.
    Áður fyrr voru búferlaflutningar frá Íslandi almennt varanlegir. Á þessu hafa orðið miklar breytingar en langflestir sem flytja til útlanda frá Íslandi snúa aftur til baka einhvern tíma á lífsleiðinni. Til að mynda gefa útreikningar Hagstofu Íslands til kynna að íslenskir ríkisborgarar snúi í um 78,6% tilvika til baka áður en 23 ár eru liðin frá brottför. Erlendir ríkisborgarar sem búið hafa á Íslandi en flutt út eiga hins vegar afturkvæmt í um 16,9% tilvika.
    Leitt var út líkan af því hvaða þættir hafa áhrif á ákvarðanir fólks um að snúa aftur heim, þar sem sérstaklega var litið til þriggja tilfella. Þá voru skoðaðir mismunandi hópar sem fluttu frá Íslandi í efnahagsþrengingum og reynt að meta hversu líklegt er að þeir skili sér aftur til landsins síðar meir.

Samþykkt: 
  • 19.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArnaLokaritgerd.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna