is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13119

Titill: 
  • Baráttan við brottfallið : starfendarannsókn framhaldsskólakennara á leiðum til að sporna við brottfalli nemenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginspurningin í þessari rannsókn var: Hvað get ég sem kennari gert til að draga úr brottfalli nemenda? Rannsóknin er starfendarannsókn sem framkvæmd var á 14 vikna tímabili í lífsleiknikennslu fornámsnemenda í framhaldsskóla. Niðurstöðurnar byggja meðal annars á dagbókarfærslum kennara, samskiptum á Facebook (FB) síðu áfangans, verkefnum nemenda, brottfallstölum síðustu ára, viðtölum við nemendur, mati nemenda á kennslu, tengslakorti bekkjarins og samskiptum við forráðamenn og náms- og starfsráðgjafa.
    Helstu niðurstöður voru þær að brottfall í áfanganum var minna en árin á undan, einn nemandi af þeim 21 sem hófu nám hætti. Vel tókst til við að byggja upp gott og traust samband á milli kennara og nemenda og höfðu samskipti á FB síðu áfangans þar mikið að segja. Ekki tókst að byggja upp þann bekkjaranda sem lagt hafði verið upp með, þrátt fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir sem eiga að geta hjálpað til við það, meðal annars vegna samskiptaerfiðleika innan bekkjarins. Það jók þó ekki á brottfall úr áfanganum. Gott samband á milli kennara og nemenda varð til þess að nemandi í mikilli brottfallshættu hélt áfram náminu í stað þess að gefast upp og hætta. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þannig í samræmi við aðrar rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á að hægt er að draga úr brottfalli nemenda með jákvæðum samskiptum og góðu sambandi á milli kennara og nemenda.

  • Útdráttur er á ensku

    The main research question in this study was: What can I as a teacher do to reduce student dropout? The study is an action research conducted in a life skills class for low achieving students in secondary school. The duration of the study was 14 weeks. The results were based on the teacher’s diary, interaction through the class Facebook (FB) page, student projects, dropout rates of previous years, interviews with students, student evaluation on the teaching, a map of connections between classmates and communication with parents and student counsellors. The results showed that the dropout rate was less than in previous years, one student out of the 21 that were enrolled in the beginning, dropped out. Results indicated a success in building a good relationship and trust between the teacher and students and interaction through the FB page helped a great deal in that process. I was not successful in building a positive class atmosphere in spite of using diverse teaching methods which should help, partly because of interaction difficulties within the class. However, this did not affect the dropout rate. A good relationship between teacher and students had the effect that a student at risk of dropping out continued with his studies instead of giving up and leaving school. The results of the study are consistent with other research findings that indicate the possibility to reduce student dropout with positive interactions and a good relationship between teacher and students.

Samþykkt: 
  • 19.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð_Hanna María Kristjánsdóttir.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna