EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13121

Title
is

Hvatning og starfsánægja sumarstarfsmanna Íslandsbanka

Submitted
September 2012
Abstract
is

Efni þessarar ritgerðar er hvatning og starfsánægja. Fyrirtæki í dag eru flest orðin meðvituð um mikilvægi hvatningar og starfsánægju og til þess að ná samkeppnisforskoti á markaði er mikilvægt að hámarka frammistöðu starfsmanna. Hvatning og starfsánægja verða því að vera til staðar. Það er undir stjórnendum komið að finna hvaða þættir og leiðir hvetja starfsfólk áfram og hvað það er sem fær þá til að leggja sig fram.
Í fræðilega hlutanum verður meðal annars litið yfir upphaf mannauðsstjórnunar og mikilvægi mannauðs. Einnig verður hvatning, mismunandi hvataleiðir, starfsþróun sem og frammistöðumöt skoðuð.
Í seinni hlutanum verður farið yfir niðurstöður rannsóknar sem gerð var á hvatningu og starfsánægju sumarstarfsmanna Íslandsbanka. Lagður var út spurningalisti til sumarstarfsmanna Íslandsbanka. Í kjölfar þessara rannsóknar var tekið viðtal við viðskiptastjóra og mannauðsstjóra Íslandsbanka og niðurstöður settar fram.
Rannsóknarspurningar rigerðarinnar voru tvær. Sú fyrri er hvort sumarstarfsmenn Íslandsbanka telja sig vera hvattir áfram af yfirmönnum. Sú seinni, hvort sumarstarfsmenn Íslandsbanka séu almennt ánægðir í starfi.
Niðurstöður rannsóknarinnar sem gerð var leiddi í ljós að sumarstarfsmenn Íslandsbanka líða vel í starfi sínu. Einnig kom í ljós að yfirmenn hvetja sumarstarfsmenn áfram fyrir vel unnin störf sem og samskipti þeirra á milli eru góð. Að lokum kom í ljós að ekkert frammistöðumat er gert á sumarstarfsmönnum í lok hvers sumars og því tilvalið að setja upp frammistöðumat fyrir sumarstarfsmenn.

Accepted
20/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Steinunn Björnsd.pdf1.46MBOpen Complete Text PDF View/Open