is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13153

Titill: 
  • Hugmyndir kennara á yngsta stigi grunnskóla um ásættanlega lestrarfærni barna við lok fyrsta bekkjar : hvaða færniviðmið við lok fyrsta bekkjar telja lestrarkennarar eðlileg?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða hvaða viðmið kennarar á yngsta stigi grunnskóla hafa við mat á lestrarfærni. Rannsóknarspurningin beinist að því að kanna hver sé ásættanleg lestrarfærni barns við lok fyrsta bekkjar að mati kennara og hver ekki og hvar sú lína liggur sem þarna skilur á milli. Niðurstöður þessarar könnunar eru síðan bornar saman og fundið út hvar ætluð færnimörk nemenda eru að mati þessara kennara.
    Notaðar eru aðferðir sem þróaðar hafa verið til að skilgreina færniviðmið (standard settings) sem tengja námskrárbundin viðmið við frammistöðu nemenda. Í rannsóknum sem þessum eru sérfræðingar á ákveðnu sviði námsefnis fengnir til að meta prófatriði eða sýnishorn af vinnu nemenda og staðsetja þau með tilliti til námsmarkmiða. Um er að ræða megindlega rannsókn sem byggir á viðurkenndum aðferðum sem þróaðar hafa verið til að setja hæfnimið við stöðluð próf, bæði atriðabundnar- og hópbundnar aðferðir.
    Í lokaverkefninu er unnin réttmætisathugun á Leið til læsis(LtL) –Lesfimi: Eftirfylgnipróf (Steinunn Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir og Sigurgrímur Skúlason, 2010). Gengið er út frá meginspurningunni: Hver er æskileg lestrarfærni barns við lok fyrsta bekkjar að mati yngri barna kennara?
    Unnið er með sýnishorn af upplestri 28 nemenda við upphaf 2. bekkjar. 51 kennari, allir með reynslu af yngri barna kennslu voru fengnir til þess að hlusta á lestarupptökur og meta lestur nemenda út frá því hvað þeim finnst æskileg lestrarfærni við lok fyrsta bekkjar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kennarar telja æskilegan lágmarks leshraða hjá nemendum við lok fyrsta bekkjar vera 23 til 25 orð á mínútu. Ekki reyndust marktæk tengsl milli mats á færni nemenda við lok 1. bekkjar og kennslureynslu kennara sem tóku þátt í rannsókninni. Velta má fyrir sér þeim viðmiðum sem kennarar hafa í huga er kemur að því að setja kröfur í lestrarnámi og lestrarkennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The object of this study involves examining what criteria teachers at the earliest levels of elementary school use when they are assessing reading ability. The research question concerns the act of exploring what is an acceptable reading ability of a child at the end of first grade according to the teacher´s view and what is not acceptable, and to find out where the demarcation line is between these two assessments of reading ability lies. The results of this analysis are then compared and it is discovered where the assessed reading ability limits of the students are depending on the assessment of these teachers.
    The methods used have been developed in order to define standard settings which connect the criteria defined in the curriculum to the performance of the students. In research such as these, specialists in a certain field of the syllabus are asked to assess test questions or specimens of the students work and to locate them with reference to the study goals. This is a quantitative study based on acknowledged methods which have been developed in order to define capacity criteria for standardized examinations, both item oriented and group oriented methods. In the final study a validity study is performed on Leið til læsis (LtL) - Reading ability: Follow-up examination (Steinunn Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir og Sigurgrímur Skúlason, 2010). The main question of the study is: What is the desirable reading ability of a child at the end of first grade according to the teachers of the younger grades?
    A specimen of the reading of 28 students at the beginning of second class is used. 51 teachers, all experienced in teaching the younger classes, were asked to listen to tapes of reading exams and to assess the reading of the students according to what they consider to be acceptable reading ability at the end of first class.
    The main conclusions of the research is that teachers consider the acceptable reading speed of students at the end of first grade to be 23 to 25 words per minute. There was no significant relationship found between the reading ability of students at the end of 1. class and the teaching experience of the teachers who participated. It can be speculated which criteria teachers have in mind when they put forth their demands for reading and the teaching of reading ability.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð saedis osk hardaradottir 28. mars 2012.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna