is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13159

Titill: 
  • Fjárhagslegt innra eftirlit ríkisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í gegnum árin hafa útgjöld ríkisins oft farið fram úr útgjaldaheimildum fjárlaga. Markmið þessarar greiningar er að fara í gegnum fjárhagslegt innra eftirlit ríkissjóðs og meta hvort að í því fyrirkomulagi sem viðhaft er í dag sé að finna einhverjar innbyggðar orsakir fyrir því að farið sé fram úr útgjaldaheimildum fjárlaga og leggja mat á það hvort, og þá hvernig hægt, sé að bregðast við og tryggja bæði meiri aga í fjármálum ríkisins og bætta nýtingu fjármuna.
    Í eftirfarandi umfjöllun er byrjað á því að skilgreina innra eftirlit og þvínæst er núverandi kerfi lýst og þróun þess. Í kjölfarið er farið í gegnum SVÓT greiningu þar sem lagt er mat á styrkleika og veikleika kerfisins ásamt því að benda á mögulegar ógnir og tækifæri í rekstri. Við greininguna var stuðst við skýrslur útgefnar af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópusambandinu, Ríkisendurskoðun og Rannsóknarnefnd Alþingis ásamt því að skoða fyrirliggjandi ferla, verklagsreglur, lagaumgjörð og leiðbeiningar.
    Í grófum dráttum eru niðurstöðurnar þær að þótt margt gott sé gert varðandi fjárhagslegt innra eftirlit ríkissjóðs þá eru jafnframt veikleikar til staðar. Þeir snúa helst að pólitískri stefnumörkun, langtímaáætlanagerð, áhættustjórnun, vöntun á verklagsreglum, ferlum og leiðbeiningum, smæð stjórnsýslunnar og of veikum úrræðum við því ef útgjöld fara umfram fjárlög. Í því skyni að stemma stigi við þann vanda sem lýst var að ofan, er lagt til að tekið verði á þessum málum með innleiðingu miðlægrar áhættustýringar sem hafi yfirsýn yfir heildaráhættu ríkisfjármála, innleiðingu innri endurskoðunar, eflingu langtímaáætlanagerðar og breytingu á fjárlagagerð þannig að fjárlög verði samþykkt niður á málaflokka í stað stofnana í dag og þannig ýtt undir stefnumörkun málaflokka.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingþór Eiríksson.pdf969.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna