EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13168

Title
is

Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína

Submitted
October 2012
Abstract
is

Eftir að Kína opnaði landið fyrir erlendum fjárfestingum árið 1978 hafa mörg vestræn fyrirtæki haldið inn á þennan risamarkað. Á meðal þeirra eru nokkur íslensk fyrirtæki, sem þrátt fyrir menningarmun og byrjunarörðugleika, virðast vera að ná þar fótfestu. Rannsóknin byggir á eigindlegum viðtölum við íslenska stjórnendur fyrirtækja í viðskiptum í Kína og leitast við að svara rannsóknarspurningunni: „Hver er upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína?” Fræðileg viðmið rannsóknar byggja á rannsóknum á kínverskri menningu og viðskiptaumhverfi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að Konfúsísk gildi, svo sem mikilvægi sambanda, virðing fyrir stigveldi, ágreiningsfælni og áhersla á heiður og orðspor séu enn áberandi í Kína, þrátt fyrir síbreytilegt umhverfi vegna mikils hagvaxtar og hraðrar nútímavæðingar. Þó megi ekki gleyma því að viðskipti eru auðvitað alltaf viðskipti. Niðurstöðurnar benda einnig til að helsta vandamálið fyrir ókunnuga, við að koma inn í kínverskt viðskiptaumhverfi, sé tortryggni gagnvart ókunnugum og skilningsskortur beggja á menningu hvors annars. Auk þess kom fram öðruvísi nálgun til samningagerðar, mikilvægi gæðaeftirlits við framleiðslu og skortur starfsmanna á frumkvæði og vilja til að axla ábyrgð. Vert er að hafa í huga að ómögulegt er að alhæfa nokkuð um svona stórt og fjölbreytt land, sérstaklega í ljósi þeirra hröðu breytinga sem þar eru að eiga sér stað.

Accepted
20/09/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Upplifun og reynsl... .pdf3.6MBOpen Complete Text PDF View/Open