is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13175

Titill: 
  • Skóli án aðgreiningar : viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu er fjallað um menntastefnuna skóli án aðgreiningar og hvert viðhorf íslenskra sérkennara er gagnvart henni. Markmið verkefnisins var að kanna viðhorf sérkennara til stefnunnar, hvaða merkingu sérkenn-arar legðu í hugtakið skóli án aðgreiningar og hvort þeir teldu sig vinna eftir megin inntaki stefnunnar. Enn fremur var kannað hvort sérkennarar teldu samstarfsfólk sitt vinna í anda stefnunnar, hvort þeir teldu mikilvægt að vera jákvæður í garð hennar sem og hvort þeir teldu jákvæðni sérkennara skila sér í jákvæðu viðhorfi nemenda gagnvart þessari skólastefnu.
    Svör við þessum spurningum voru fengin með megindlegri rannsókn en spurningalisti var sendur til menntaðra sérkennara sem eru meðlimir í Félagi íslenskra sérkennara (FÍS) og starfa sem slíkir í grunnskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meirihluti sérkennara sé mjög jákvæður í garð stefnunnar skóli án aðgreiningar og að þeir telji samstarfsfólk sitt einnig vera jákvætt. Sérkennarar telja sig vinna í anda stefnunnar og leggja sitt af mörkum til að hún nái fram að ganga. Þeir telja einnig að samstarfsfólk þeirra leggi sitt af mörkum til að stefnan geti orðið að veruleika. Hins vegar kenna margir sérkennarar nemendum sínum í sérkennslustofum eða sérkennsluverum eingöngu en ekki í almennum kennslustofum. Sérkennarar sækja endurmenntunarnámskeið en sá hópur sérkennara sem sækja fjögur til sex námskeið á tveggja ára tímabili eru sérkennarar með diplómugráðu frá árinu 2001 eða síðar. Langflestir sérkennarar stunduðu vinnu samhliða námi og stærsti hlutinn vinnu sem tengdist kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    This M.Ed. disertation is submitted to The faculty of education studies, School of education at the University of Iceland. It explores special education teachers‘ perspectives towards inclusive education. The purpose of the study is to describe and discuss how Icelandic special teachers interpret the policy of inclusive education and whether they feel they work in practice in accordance with its main ideas.
    Further the study explores whether special teachers feel that their colleagues‘ work is in accordance with the policy of inclusive education; whether they think it is important to have a positive view of the policy, and to what extent teachers‘ attitudes impact pupils‘ attitudes towards school inclusion.
    A survey was conducted where a questionnaire was sent to all special teachers who were members of The Icelandic special educators‘ association and were employed in compulsory education schools (for children aged 6−16) at the time of the study. The overarching research question was: What are special teachers‘ attitudes towards the policy and practice of inclusive education. The findings suggest that the majority of special
    teachers are very positive towards the policy and practice of inclusive education and believe that their colleagues share their perspective. Special teachers feel that they together and their colleagues contribute in practice towards making their own schools into inclusive educational environments.
    However the special teachers also stated that students with special educational needs were mostly taught in segregated settings outside the regular classrooms. Further the findings suggest that those special teachers who apply for inservice training courses tend to have finished their special education courses at university level after 2001 and thus have a more
    recent degree than other respondents in the survey. The majority of respondents were employed as teachers while engaging in their own studies.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð til prentunar.pdf816.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna