is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13177

Titill: 
  • Ábyrgð lánshæfismatsfyrirtækja á fjármagnsmörkuðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um þróun og starfsemi erlendra lánshæfismatsfyrirtækja og álit þeirra á íslenskum bönkum og fjármálastofnunum á alþjóðlegum markaði. Kjarninn í starfi lánshæfismatsfyrirtækja felst í því að veita hlutlaust mat á lánshæfi lántakenda til að aðstoða fjárfesta í vali á fjárfestingum sínum. Þeirra helsta hlutverk felst þá í því að greina sauðina frá höfrunum í efnahagslífinu.
    Erlend matsfyrirtæki hafa í vaxandi mæli beint sjónum sínum að íslensku viðskiptalífi og njóta viðskiptabankarnir þrír allir lánshæfismats þessara fyrirtækja við erlenda lánsfjáröflun. Lánshæfismatsfyrirtækin nota öll bæði mælanlega þætti og ályktanir sérfræðinga við mat á lánshæfi. Lánshæfismat samanstendur því af mörgum ólíkum þáttum sem hafa mismikið vægi í aðferðum lánshæfismatsfyrirtækjanna. Gerð er ítarleg grein fyrir aðferðafræði Standard & Poor´s þar sem helstu ákvörðunarþættir eru teknir til umfjöllunar. Að auki eru matsaðferðir Moody´s og Fitch hafðar til hliðsjónar. Framkvæmd er stutt greining á hugsanlegum ákvörðunarþáttum við mat á lánshæfi íslenskra banka og því reynt að komast að sömu niðurstöðu og fagaðilar. Niðurstöður greiningarinnar sýndu að eftirfarandi atriði höfðu mestu áhrifin við mat á lánshæfi banka; hlutfall innlána af útlánum, arðsemi eigin fjár og eiginfjárþáttahlutfall.
    Matsfyrirtækin hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni fyrir starfshætti sína og framferði í aðdraganda hrunsins 2008 og skyldi engan undra. Íslensku bönkunum voru veittar háar lánshæfiseinkunnir þrátt fyrir vísbendingar um áföllin sem seinna réðu yfir. Matið gerði þeim kleift að stækka og vaxa og var of seint brugðist við þegar í ljós kom hve áhættan var orðin mikil í kerfinu. Matsfyrirtækin bera því mikla ábyrgð á því hvernig fór fyrir fjármálakerfum heimsins.

Samþykkt: 
  • 21.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa Jóhannsdóttir.pdf919.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna