is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13179

Titill: 
  • Ímynd vörumerkisins 66°Norður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hafa vinsældir útivistarfatnaðar aukist á undanförnum árum. Samhliða því hefur samkeppnin aukist mikið á þessum markaði jafnt hjá innlendum sem erlendum fyrirtækjum sem vilja selja vörur sínar hér á landi. Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að vita hvaða ímynd viðskiptavinir hafa á vörumerki þess. Fyrirtæki og viðskiptavinir verða að vera samstillt til þess að fyrirtæki tapi ekki viðskiptavinum sínum.
    Ritgerð þessi fjallar um ímynd vörumerkisins 66°Norður. Meginmarkmið rannsóknarinnar sem ritgerðin byggir á er mat á því hvaða ímynd viðskiptavinir hafa á vörumerkinu 66°Norður. Leitast verður eftir að komast að þessu með því að svara rannsóknarspurningunni „Hver er ímynd vörumerkisins 66° Norður í huga viðskipta-vina?“.
    Í ritgerðinni verður byrjað á að kynna fyrirtækið 66°Norður þar sem farið verður yfir sögu fyrirtækisins og þær breytingar sem hafa átt sér stað í framleiðslu frá því að fyrirtækið var stofnað. Næst kemur fræðilegur hluti verkefnisins, þar sem hugtök á borð við samval söluráðanna, vörumerkjavirði, vörumerkjaímynd og fleiri eru skilgreind og skoðuð. Einnig er gerð markaðsgreining til þess að skilja betur umhverfið sem 66°Norður starfar í og voru eftirfarandi greiningar framkvæmdar; SVÓT greining, PEST greining og TASK greining. Að lokum verður gerð grein fyrir markaðsrannsókninni og niðurstöðum hennar.
    Notast var við megindlega rannsókn í formi spurningakönnunar, sem send var út á fólk í þægindaúrtaki sem samanstendur af nemendum Háskóla Íslands. Það voru 15 spurningar sem voru lagðar fyrir til að meta ímynd 66°Norður í hugum þátttakenda.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að vörumerkið 66°Norður er efst í huga svarenda þegar kemur að útivistarvörumerkjum. Vörumerkið The North Face mældist þó með bestu ímyndina af þeim útivistarvörumerkjum sem voru skoðuð og 66°Norður kom þar næst í röðinni.
    Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru hversu einsleitur hópur svarenda var. Svarendur voru á svipuðum aldri og margir láglaunaðir eða á námslánum á meðan á námi stendur.

Samþykkt: 
  • 21.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Erla Guðnadóttir.pdf971.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna