EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1318

Title
is

Vegalengdir í leikskóla á Akureyri

Abstract
is

Í þessari ritgerð er leitast við að skoða hversu langar vegalendir sérhvert barn þarf að fara í leikskóla á Akureyri 3. febrúar 2003. Skoðuð verður heildarvegalengdin sem farin er og stysta mögulega vegalengd sem hægt er ef farið er í næsta leikskóla. Þessar vegalengdir eru mældar á korti og fundinn munurinn þar á milli heildar og stystu vegalengdar. Tvær aðferðir eru notaðar til að mæla þessar vegalengdir, með hornréttri aðferð og mældri ekinni vegalengd og metið hvort hentugt sé að nota hornréttu aðferðina því hún er mun fljótlegri.
Ástæður fyrir vali foreldra á leikskólum eru skoðaðar og vinnureglur Akureyrarbæjar um val á leikskóla eru skoðaðar í þeim tilgangi að sjá hvort þær samrýmist vali foreldra á leikskóla.
Markmiðið er að finna út ferðakostnað foreldra og hvað gæti sparast ef farið væri á leikskóla næstan heimili barnanna.
Niðurstöður verkefnisins voru þær að foreldrar eru að keyra meira en tvöfalt lengri leið í leikskólann miðað við það sem þeir þurftu. Ástæðurnar liggja þeim reglum sem farið er eftir ásamt óskum foreldra um val á leikskóla. Hornrétta aðferðin er nægilega góð mæliaðferð til að meta vegalengdir í leikskóla á Akureyri til að staðsetja börn í næsta leikskóla. Einnig eru kjöraðstæður fyrir Akureyrarbæ að nota p-median bestunaraðferð til að velja börn á næsta leikskóla.
Lykilorð
Leikskólar. Akureyri. Vegalengd. Kostnaður. Börn. Þjónusta.

Accepted
01/01/2003


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
vegalengdir.pdf440KBOpen Vegalengdir - heild PDF View/Open