is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13182

Titill: 
  • Líkamssamsetning og þol 16 ára framhaldsskólanema
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvort munur væri á líkamsástandi þeirra nemenda sem skráðir voru á íþróttabraut og þeirra sem voru skráðir á almennar bók- eða verknámsbrautir. Einnig voru kynin borin saman óháð námsbrautum.
    Aðferðir
    Rannsóknin var hluti af stórri rannsókn á heilsu, næringu, hreyfingu, þreki og holdafari framhaldsskólanema, HOFF (heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum), þar var einnig fylgst með andlegri líðan og stuðlað að forvörnum gegn vímuefnum. Rannsóknin var þverskurðarrannsókn og beindist að sextán ára nemendum í tveimur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Notast var við viðmiðunargildi sem best þóttu henta fyrir 16 ára unglinga. Þýðið voru allir nemendur á fyrsta ári í skólunum, fæddir 1994. Endanlegt úrtak var 200 nemendur, eða 100 í hvorum skóla með jöfnu kynjahlutfalli. Holdafari var lýst með mælingum á hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðli, mittismáli, summu sjö húðfellinga og hlutfalli líkamsfitu sem fundið var út frá húðfellingarmælingunum. Blóðþrýstingur var mældur í hvíld með sjálfvirkum blóðþrýstingsmæli og hámarkssúrefnisupptaka metin út frá stigvaxandi áreynsluprófi á þrekhjóli.
    Niðurstöður
    Helstu niðurstöður voru þær að nemendur skráðir á íþróttabraut voru með marktækt lægra hlutfall fitu og summu 7 húðfellinga, stunduðu talsvert meiri hreyfingu og höfðu hærri hámarkssúrefnisupptöku en nemendur sem skráðir voru á aðrar brautir eftir að leiðrétt hafði verið fyrir kyni. Í öðrum mælingum á líkamssamsetningu komu þátttakendur sem skráðir voru á íþróttabraut einnig betur út þótt sá munur hafi ekki reynst marktækur. Nemendur íþróttabrautar höfðu marktækt lægri þanbilsþrýsting en ekki reyndist munur á slagbilsþrýstingi.
    Ályktun
    Út frá þessum niðurstöðum má álykta um að þónokkur heilsufarsávinningur sé af því að auka skipulagða hreyfingu í framhaldsskólum umfram það sem fyrir er. Þeir nemendur sem skráðir eru á aðrar brautir en íþróttabraut taka þátt í skólaíþróttum en eru engu að síður verr á sig komin líkamlega, með minna þol og hafa hærra hlutfall líkamsfitu en nemar íþróttabrautar. Það er því vert að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort framhaldsskólar gætu starfað meira með íþróttahreyfingunni til þess að fá ungt fólk til að stunda meiri hreyfingu.

  • Útdráttur er á ensku

    Body composition and aerobic fitness among 16 year-old high-school students
    Objectives
    The main purpose of this study was to examine whether there were differences in the physical condition between Icelandic high-school students enrolled in sports academia programmes and their counterparts enrolled in vocational or general academic programmes. Gender comparisons were also conducted independent of the individual study programme.
    Methods
    The study was part of a larger research called Health Empowerment and Addiction Prevention in Secondary Schools (HOFF), the aim of which was to investigate the health, nutrition, physical activity, aerobic fitness and body composition of high-school students. The study was cross-sectional and focused on sixteen-year-old students in two high-schools in the capital region. Thus, the reference values used here were those considered most appropriate for youth aged 16 years. The population encompassed all of the first-year students at these two schools, with the final sample numbering 200, (100 students from each school) that was divided equally between gender. Each student's body composition was described by measurements of height, weight and waistline, together with his or her body mass index, sum of seven skinfolds and body fat percentage, calculated from skinfold measurements. Resting blood pressure was measured using an automatic sphygmomanometer, whereas the maximal oxygen uptake was assessed through a graded exercise test on a cycle ergometer.
    Results
    The principal results were that students enrolled in sports academia programmes had significantly lower body fat percentage and sum of seven skinfolds, were considerably more physically active and had higher maximal oxygen uptake than students enrolled in other programmes, after adjusting for gender. Participants enrolled in sports academia programme were also better off on other body composition measurements, although those differences did not prove statistically significant. Whereas students of sports academia programme demonstrated significantly lower diastolic blood pressure, no difference was seen in systolic pressure.
    Conclusion
    Based on these results, one may conclude that an increase of organised physical activity from that presently occurring in Iceland's high-schools would result in quite considerable health benefits, because even though students enrolled in study programmes other than sports academia programme do currently participate in school sports, they are aerobically less fit, and are fatter than students of sports 5 studies. It is, therefore, worthwhile to investigate whether high-schools and sport organications could increase their cooperation in order to get young people to be more physically active

Styrktaraðili: 
  • HÍ, Lýðheilsustöð og Landsspítalinn.
Samþykkt: 
  • 21.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamssamsetning og þol 16 ára framhaldsskólanema.pdf384.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna