is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13216

Titill: 
  • Samband þjóðríkis og mannréttinda. Gagnrýni Hönnuh Arendt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðuð gagnrýni stjórnmálaheimspekingsins Hönnu Arendt á hugmyndafræði þjóðríkisins og mannréttinda og reynt að meta hvort kenningar hennar eiga erindi við samtímann. Sjálf var Arendt gyðingur og flúði til Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Reynsla hennar af ríkisfangsleysi mótaði sýn hennar á þjóðríkið, sem hún taldi leiða af sér ríkisfangslausa og flóttamenn. Arendt taldi að þeir
    sem þannig er fyrir komið séu ekki í aðstöðu til að fá notið mannréttinda, því mannréttindi og þjóðríkið séu svo samofin á okkar tímum að ómögulegt sé að skilja þau að.
    Í fyrsta kafla ritgerðarinnar eru skrif Arendt um vandkvæði þjóðríkisins skoðuð og sett í samhengi við hennar eigin reynslu og sögu Evrópu á 20. öld. Í öðrum kafla er rýnt í kenningu Arendt um áhrif þjóðríkisins á mannréttindi og hvers vegna
    hún telur mannréttindi einungis vera réttindi ríkisborgara, en ekki óafsalanleg réttindi hverjar manneskju. Þar gegnir höfuðmáli hugtak Arendt um réttinn til réttinda og því eru reifaðar mismunandi túlkanir fræðimanna á því.
    Að lokum eru hugmyndir Arendt bornar undir karl og konu frá Palestínu í því skyni að athuga hvort kenningar hennar eigi erindi við samtímann. Þar sem einungis er rætt við tvo einstaklinga verða ekki dregnar víðtækar ályktanir af þessum viðtölum, hér er ekki um vísindalega tilraun að ræða, en engu að síður er áhugavert að kynnast viðhorfum einstaklinga sem sjálfir eru ríkisfangslausir og lifa við stöðug mannréttindabrot. Viðmælendur mínir eru ekki menntaðir í heimspeki en reynsla þeirra gerir þeim kleift að ræða kenningar Arendt og velta fyrir sér kostum þeirra og göllum.
    Úkraínski rithöfundurinn Nikolai Gogol skrifaði í bók sinni Dauðar sálir að maðurinn væri samsettur úr þremur þáttum; sál, líkama og vegabréfi. Að mati Hönnuh Arendt er hinn ríkisfangslausi útilokaður frá hinu sammannlega. Aðeins með
    róttækum breytingum á hugmyndum okkar um ríkisskipun og mannréttindi verður vegabréfið ekki nauðsynlegur þáttur þess að tilheyra mannlegu samfélagi.

Samþykkt: 
  • 2.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdis Olafsdottir BA.pdf996.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna