is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13227

Titill: 
  • Titill er á ensku Dietary Habits across the Lifespan and Risk of Prostate Cancer. A population-based study in Iceland
  • Næring á mismunandi æviskeiðum og tengsl hennar við áhættu á krabbameini í blöðruhálskirtli
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Background and aims: Previous studies have provided evidence for the importance of early life environment in the etiology of prostate cancer (PCa). Here, the aim was to explore associations of food intake during different periods of life and risk of PCa.
    Design: A population-based cohort of 8,894 men born between 1907 and 1935 were followed for PCa diagnosis and mortality from entry (in waves from 1967 to 1987) through 2009. The participants provided information on early life residency – a marker for dietary habits.
    In 2002-2006, a sub-group of men aged 67-96 years, reported their dietary habits in the AGES-Reykjavik study. We used regression models to estimate odds ratios (ORs) and hazard ratios (HRs) for PCa according to early life residency and dietary habits. Models were adjusted for potential confounders.

    Results: During mean follow-up of 24.3 years, 1,123 men were diagnosed with PCa including 371 with advanced disease (stage 3+, or PCa death). Compared to early life residency in the capital area, rural residency, with high milk consumption, for the first twenty years of life, was marginally associated with increased risk of advanced PCa (HR = 1.29, 95% confidence interval (CI): 0.97-1.73); particularly among men born before 1920 (HR = 1.64, 95% CI: 1.06-2.56).
    Among the subgroup (n = 2,268), who provided dietary information, 347 had or were diagnosed with PCa during follow-up, 63 with advanced disease. In adolescence, rye bread consumption (daily vs. less) was associated with decreased risk of advanced PCa (OR = 0.47; 95% CI: 0.27-0.84) while milk consumption (daily vs. less) and high consumption of salted or smoked fish were associated with increased risk of advanced PCa (OR = 3.22; 95% CI: 1.25-8.28 and OR = 1.98; 95% CI: 1.08-3.62, respectively). None of the explored foods consumed in midlife were associated with PCa risk. In older age, fish oil consumption was associated with reduced risk of advanced PCa (HR = 0.43; 95% CI: 0.19-0.95) and high consumption of salted and smoked fish with increased risk of advanced PCa (HR = 2.28; 95% CI: 1.04-5.00).

    Conclusion: Our data suggest that rye bread, milk, salted or smoked fish and fish oil consumed in adolescence and/or older ages affect PCa risk.

  • Inngangur: Rannsóknir gefa til kynna að umhverfisþættir í æsku skipta máli fyrir meingerð blöðruhálskirtilskrabbameins (BHK). Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka tengsl næringar á mismunandi ævistigum við áhættu á að greinast með BHK.
    Efniviður og aðferðir: Gögn úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar voru notuð, þar sem 8.894 karlmenn (fæddir á árunum 1907-1935) veittu upplýsingar um búsetu frá fæðingu. Með samtengingu við Krabbameinsskrá var þátttakendum fylgt eftir með tilliti til greiningar og dánarorsakar vegna BHK, frá fyrstu komu í Reykjavíkurrannsóknina á tímabilinu 1967-1987 til loka árs 2009. Undirhópur þátttakenda (n = 2.268) á aldrinum 67-96 ára, tók þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem stóð yfir á árunum 2002-2006 og svaraði spurningum um fæðuvenjur.
    Notuð var aðhvarfsgreining (lifunargreining og tvíkosta aðhvarfsgreining) til að reikna áhættuhlutfall fyrir BHK með 95% öryggismörkum. Leiðrétt var fyrir mögulegum áhættuþáttum.

    Niðurstöður: Eftirfylgni þátttakenda var að meðaltali 24,3 ár og á því tímabili greindust 1.123 karlar með BHK, þar af voru 371 með langt gengið krabbamein (dánarorsök eða stig III eða IV við greiningu). Borið saman við þá sem ólust upp í Reykjavík tengdist búseta í sveit á æskuárum aukinni áhættu á langt gengnu BHK (HR = 1.29; 95% CI: 0.97 – 1.73), sérstaklega meðal manna sem fæddust fyrir 1920 (HR= 1.64; 95% CI 1.06– 2.56). Ekki fannst samband milli búsetu í sjávarþorpi á unga aldri og langt gengnu BHK.
    Meðal undirhóps úr Öldrunarrannsókninni, sem greindi frá matarvenjum voru 347 karlar með BHK, þar af 63 með langt gengið mein. Á unglingsárum var dagleg rúgbrauðsneysla borið saman við litla rúgbrauðsneyslu (sjaldnar en daglega), tengd minni áhættu á langt gengnu BHK (OR = 0.47; 95% CI: 0.27-0.84), meðan dagleg mjólkurneysla og tíð neysla á söltuðum eða reyktum fiski juku áhættuna á langt gegnu BHK (OR = 3.22; 95% CI: 1.25-8.28 og OR = 1.98; 95% CI: 1.08-3.62, í áður nefndri röð). Ekki fannst samband milli neyslu fæðutegunda á miðjum aldri við BHK. Á efri árum var reglubundin lýsisneysla tengd minni áhættu á langt gengnu BHK (HR = 0.43; 95% CI: 0.19-0.95) og tíð neysla á söltuðum og reyktum fisk tengdist aukinni áhættu á BHK (HR = 2.28; 95% CI: 1.04-5.00).

    Ályktun: Þessi rannsókn sýnir að neysla á unglingsárum og/eða efri árum á rúgbrauði, mjólk, söltuðum eða reyktum fisk og lýsi tengist áhættu fyrir BHK.

Styrktaraðili: 
  • Krabbameinsfélag Íslands, aðildarfélag þess Framför og Minningarsjóður Guðjóns Ólafssonar; NordForsk (Whole grain food (HELGA))
Samþykkt: 
  • 4.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thesis_jet_final.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Öll fylgiskjöl fylgja með ritgerðinni.