EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisAgricultural University of Iceland>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13232

Title
is

Nærumhverfi geðdeilda - Gróður er nærandi

Published
May 2012
Abstract
is

Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til B.S. prófs í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðar-háskóla Íslands. Hún fjallar um umhverfi tveggja geðdeilda í Reykjavík en það eru Geðdeild Landspítalans við Hringbraut og Geðdeild Landspítalans á Kleppi.
Ritgerðin fjallar um hvort og þá hvernig umhverfi skiptir máli fyrir líðan manna og þá sérstaklega fyrir líðan og batahorfur geðsjúkra. Saga og aðstæður geðsjúkra í gegnum árin eru skoðaðar og eins er sjónum beint að tengslum manns og náttúru og hlutverki umhverfis í líðan og hugsanlega bættri heilsu manna. Erlendis, bæði austanhafs og vestan, hefur orðið mikil þróun eða vakning meðal landslagsarkitekta og umhverfisskipulagsfræðinga varðandi umhverfi sjúkrastofnanna og mikið lagt í rannsóknir hvað það varðar. Fjallað er um þá þætti í ritgerðinni, sagt frá hugmynd að heilsugarði í Hveragerði og frá umhverfi geðsjúkrahúss í Kanada og hvernig þeir nýta umhverfið sem meðferðarúrræði. Umhverfi tveggja geðdeilda í Reykjavík er tekið út og greint.
Grunnniðurstaðan er að umhverfi hefur greinileg áhrif á líðan og heilsu manna til hins betra, og að umhverfi þessara tveggja geðdeilda geri lítið sem ekkert til að bæta heilsu og líðan þeirra sjúklinga sem þar dvelja.

Issued Date
04/10/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Nærumhverfi geðdei... .pdf4.96MBOpen  PDF View/Open