is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13243

Titill: 
  • Miðbærinn á Egilsstöðum - Vettvangur iðandi mannlífs. Hönnunartillaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu verkefni er þríþætt:
    Að athuga með hvaða hætti má nýta þann strúktúr sem fyrir er
    í miðbæ Egilsstaða til að byggja upp líflegan miðbæ sem tekur
    tillit til anda staðar og rýmismyndunar.
    Að athuga hverjir eru styrkleikar og veikleikar strúktúrs
    miðbæjarins á Egilsstöðum.
    Að skoða hverjir eru mikilvægustu þættir í miðbænum með
    tilliti til anda staðar.
    Farið er yfir fordæmi þar sem unnið er með þjóðveg inn í
    þéttbýli. Einnig var fræðilegt efni um mikilvægi
    almenningsrýma skoðað.
    Unnið var að hönnunartillögu sem felur í sér þéttingu byggðar
    og bætir aðgengi gangandi- og hjólandi vegfarenda.
    Greiningar voru gerðar á svæðinu og hönnunarforsendur unnar
    út frá þeim. Þar var helst skoðað hver er strúktúr og starfsemi
    húsanna, stærð þess svæðis sem fer undir umferðarmannvirki,
    veðurfar og gildandi skipulagsáætlanir.
    Við hönnun á tillögunni var sérstaklega unnið með rýmið sem
    myndast á milli húsanna með tilliti til mannlegs skala.
    Götutrjám er bætt inn á svæðið og íbúðum fjölgað.

Samþykkt: 
  • 4.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Perla Sigurðardóttir.pdf4.82 MBOpinnPDFSkoða/Opna