is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13258

Titill: 
  • Sandfok á Íslandi 2002 - 2011. Tíðni, upptakasvæði og veðuraðstæður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Landeyðing er vaxandi vandamál í heiminum og er ein afleiðing þess aukin tíðni sandfoks. Þrátt fyrir milt og rakt veðurfar á Íslandi er nokkuð um sandfok sem getur valdið tjóni og miklum óþægindum. Í þessari rannsókn var könnuð tíðni sandfoks á árunum 2002-2011, upptakasvæði þess og ríkjandi veðuraðstæður. Notast var við gervihnattamyndir, veðurskeyti- og skrár, fréttir og svifryksmælingar. Þá voru gerð fyrstu drög af líkanareikningum með veðurgögn, og kom í ljós að með því hefði verið hægt að spá fyrir um 64% af því sandfoki sem kom frá Landeyjarsandi 2002-2011.
    Sandfok á Íslandi reyndist vera töluvert en á tíu árum greindust hið minnsta 863 sandfoksatburðir á 449 dögum. Flestir þeirra urðu árið 2010, vegna öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mesta sandfokið varð á vorin og haustin, líklega vegna breytileika í efnisframboði og veðuraðstæðum.
    Virku upptakasvæðin eru 26 talsins og voru 14 þeirra upptök tíu sandfoksatburða eða fleiri á tíu ára tímabili. Þessi svæði eru: Landeyjarsandur, Meðalsandur, Mýrdalssandur, Leirur, Núpsvötn, Skeiðarárssandur, Holuhraun, Gljá, Rangársandur, Mýrar, Klausturfjara, Skógarsandur, Meðallandsfjörur og Höfn; en upptök flestra atburðanna voru á Landeyjarsandi (97). Samtals urðu 492 sandfoksatburðir á þessum 14 svæðum en það eru 80% þess sandfoks þar sem upptakasvæði var þekkt. Öll svæðin, nema Holuhraun, eru á suður- eða suðausturströnd landsins. Virku upprunasvæðin eru öll við, eða nálægt, jökulám eða ósum þeirra. Það gefur til kynna hversu mikið jöklar stjórna efnisframboði sandfoks hér á landi, og þar með tíðni þess. Undantekningar verða eftir mikil öskugos en þá verður meiri dreifing á staðsetningu upprunasvæða.
    Meðalvindhraði sem þurfti til að koma sandfoki af stað var 10,4 m/s. Ef vindhraði var undir 7 m/s var yfirleitt frost nóttina áður sem bendir til þess að frost lækki rofþröskuldshraða. Meiri vindhraða þurfti yfirleitt eftir því sem styttra var frá síðustu úrkomu. Vindáttir við sandfok voru mjög afgerandi eftir svæðum.

Samþykkt: 
  • 5.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnhildur Georgsdóttir ms-ritgerð.pdf2.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna