is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1328

Titill: 
  • Saga leikskólans í Varmahlíð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Á fyrrihluta 20. aldar var uppbygging í dagvistarmálum aðalega á Reykjarvíkursvæðinu. Fyrstu lög um dagvistarheimili voru samþykkt á Alþingi 1973. Með setningu þessara laga urðu ríkisframlög til að ýta undir byggingu dagvistarheimila annars staðar á landinu.
    Á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar tvöfaldaðist atvinnuþátttaka íslenskra kvenna. Þessari þróun hafa ríki og sveitafélög orðið að mæta með því að koma upp stofnunum til að gæta barna. Í dag er það þannig að meirihluti barna vex svo upp að þau muna ekki eftir sér áður en þau fóru að sækja leikskóla. Fátt er eins skýrt merki um breytta tíma á Íslandi.
    Skagafjörður hefur ekki farið varhluta af þessari þjóðfélagsbreytingu sem átt hefur sér stað, þegar leikskóli var stofnaður í Varmahlíð 1982 þá var Skagafjörður eitt af ellefu sveitafélögum í Skagafirði. Árið 1998 sameinuðust tíu af þessum sveitafélögum í eitt sveitafélag, Skagafjörð. Akrahreppur sem hafnaði sameiningu, á 25% hlut í leikskólanum.
    Það var fyrir tilstuðlan foreldra að rekstur leikskóla í Varmahlíð varð að veruleika. Til að koma þessum rekstri af stað var stofnuð sérstök undirbúningsnefnd. Undirbúningsnefndin kallaði saman fund 4. júlí 1982 og var tilgangurinn að stofna foreldrafélag, sem og var gert og hlaut nafnið „Foreldrafélag Seyluhrepps”.
    Varmahlíðarskóli lagði til húsnæði undir starfsemina og var það húsið Hvannahlíð, húsið var notað sem kennarabústaður þar til leikskólinn tók til starfa 27. september 1982. Leikskólinn var foreldrafélagsrekinn en Seyluhreppur styrkti starfsemina samkvæmt lögum um mótframlag sem var 40% af rekstri leikskólans. Fljótlega eftir að leikskólinn tók til starfa var farið að sækja um leikskólapláss fyrir börn úr nærliggjandi hreppum. Leikskólinn var foreldrafélagsrekinn allt til ársins 1993 að ákveðið var að Seyluhreppur tæki við rekstrinum ásamt samstarfi við Akra-og Lýtingsstaðarhrepp. Samstarf milli þessara hreppa var svo allt til ársins 1998, eða þar til að sameining sveitarfélaga varð.
    Húsnæði leikskólans var orðið allt of lítið fyrir starfsemina og var búið að vera á undanþágu í mörg ár. Starfshópur kom saman 11. maí 1998 til að vinna að tillögum til lausnar húsnæðisvanda leikskólans. Ákveðið var að byggja leikskóla fyrir 25 börn í Varmahlíð. Það var stór dagur hjá leikskólabörnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans í Varmahlíð föstudaginn 29. janúar þegar nýr leikskóli var vígður, hlaut hann nafnið Birkilundur. Nú eru málum þannig hátað að leikskólapláss eru fullnýtt og þá vaknar sú spurning hvort nægileg framsýni hafi verið með í för þegar farið var út í byggingu núverandi húsnæðis leikskólans.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Saga leikskólans í Varmahlíð_fylgiskjöl.pdf3.11 MBTakmarkaðurLeikVarm - fylgiskjölPDF
varmahlid.pdf478.09 kBTakmarkaðurLeikVarm - heildPDF
varmahlid-e.pdf331.41 kBOpinnLeikVarm- efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
varmahlid-h.pdf144.81 kBOpinnLeikVarm - heimildaskráPDFSkoða/Opna
varmahlid-u.pdf141.36 kBOpinnLeikVarm - útdrátturPDFSkoða/Opna