is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13311

Titill: 
  • Húsnæðisstefna og uppbygging lítilla íbúða á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2003-2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Sjónum er sérstaklega beint að uppbyggingu lítilla íbúða á tímabilinu 2003-2008 og húsnæðisstefnu yfirvalda á þeim tíma. Leitað er svara við eftirfarandi spurningum: a) Hver voru einkenni húsnæðisstefnu yfirvalda á árunum 2003-2008? b) Vantar litlar íbúðir? Til þess að svara því hver einkenni húsnæðisstefnu yfirvalda voru á árunum 2003-2008 er fjallað um aðkomu yfirvalda á Íslandi að húsnæðismarkaði í gegnum tíðina. Að auki er stuðst við skýrslu samráðshóps um mótun húsnæðisstefnu til að varpa frekara ljósi á tilganginn með húsnæðisstefnu og hvernig henni hefur verið háttað hér á landi. Þá eru borin kennsl á einkenni þeirrar húsnæðisstefnu sem var ríkjandi á tímabilinu 2003-2008. Til að svara því hvort það vanti litlar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu er horft til þeirrar þróunar sem hefur orðið í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Stuðst er við sérunnin gögn frá Þjóðskrá Íslands þar sem koma m.a. fram upplýsingar um stærð, herbergjafjölda og byggingarár nánast allra íbúða höfuðborgarsvæðisins. Íbúðauppbygging undanfarinna ára er svo sett í samhengi við það umhverfi sem ákvarðanir neytenda á húsnæðismarkaði fara fram í til að meta hvort að það vanti litlar íbúðir. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að húsnæðisstefna yfirvalda á tímabilinu 2003-2008 hafði tvö einkenni; hún fól í sér hvata til að auka við húsnæðisneyslu og hún vann gegn einu meginmarkmiði húsnæðisstefnu sem er að tryggja húsnæðisöryggi og aðstoða viðkvæma hópa við að eignast húsnæði. Svörum við síðari spurningunni, hvort það vanti litlar íbúðir, ber að taka með ákveðnum fyrirvara þar sem eftirspurn eftir litlum íbúðum var ekki mæld sérstaklega. En niðurstöðurnar benda þó til þess að það vanti litlar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu ef tekið er tillit til þess umhverfis sem húsnæðisákvarðanir fara fram í dag og að litlum íbúðum hefur fækkað hlutfallslega miðað við fólksfjölda á undanförnum árum.

Samþykkt: 
  • 23.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Egill_Thorarinsson_2012.pdf5.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna