EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13318

Title
is

Einelti meðal íslenskra skólabarna 2006-2010

Published
October 2012
Abstract
is

Markmið rannsóknarinnar var að nota gögn úr könnuninni Heilsa og lífskjör skólabarna (Health Behaviours in School-Aged Children - HBSC) til að greina algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi og breytingar sem hafa orðið á því milli áranna 2006 og 2010. Staðlaðir spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur í fyrrnefndum bekkjardeildum í febrúar 2006 og aftur fyrir nemendur í sömu bekkjum í nóvember 2009 til febrúar 2010. Í fyrri fyrirlögninni fengust svör frá 11.813 börnum eða 88% heildarþýðisins en í seinni fyrirlögninni voru svörin 11.561 eða sem nemur 87% þýðisins. Lítil breyting sést á hlutfalli þeirra sem sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvorutveggja; þannig sögðust 8,8% svarenda þetta eiga við sig 2006 samanborið við 8,9% 2010. Hins vegar er talsverð breyting innan þess hóps sem tengist einelti, þar sem gerendum fækkar um 34% á meðan þolendum fjölgar um 26%. Velt er upp mögulegum skýringum á þessu.

Appeared in

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Accepted
25/10/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Arsæll__Thoroddur_... .pdf460KBOpen Complete Text PDF View/Open