is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13337

Titill: 
  • Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011 komu við sögu tilteknar meginreglur á sviði kröfuréttar. Í málinu reyndi nánar tiltekið á þá meginreglu að kröfuhafi, sem fengið hefur minna greitt en hann átti rétt til í lögskiptum aðila, eigi viðbótarkröfu á hendur skuldara um það sem vangreitt er og undantekningu frá þeirri reglu, þess efnis að fullnaðarkvittun kröfuhafa geti að vissum skilyrðum fullnægðum valdið því að hann glati frekari kröfu. Í kjölfar dómsins hefur nokkuð borið á umræðu um efni hans og áðurgreindra meginreglna kröfuréttar í framkvæmd, en áhrifa hans gætir víða á hagsmuni einstaklinga og lögaðila í samfélaginu. Þetta verður að telja harla óvenjulegt fyrir viðfangsefni á sviði kröfuréttarins, enda eru það fremur önnur svið lögfræðinnar, á borð við stjórnskipunar- og refsirétt, sem rata í umræðu á almennum vettvangi. Í greininni verður dregin upp mynd af tilvitnuðum reglum kröfuréttar og kenningum að baki þeim í dönskum og íslenskum rétti. Því næst verður vikið að forsendum dóms Hæstaréttar í áðurgreindu máli, og eftir atvikum annarra dóma réttarins, og horft til þess hvort og þá á hvaða veg þær falla að viðteknum kenningum fræðimanna, með það fyrir augum að skýra inntak reglnanna, samspil þeirra og beitingu í framkvæmd.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Lagadeild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgerdur_Solnes_Rett krofuhafa til vidbotargreidslu.pdf502.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna