EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13338

Title
is

Ógreindur: á jaðrinum, án handleiðslu

Published
October 2012
Abstract
is

Lítið sem ekkert er um rannsóknir á fólki sem endurtekið leitar lausna innan heilbrigðiskerfa vegna ógreinds heilsufarsvanda. Vísbendingar gefa þó til kynna að um sé að ræða nokkurn fjölda einstaklinga og að líf þeirra einkennist af jaðarstöðu. Markmið erindisins er að varpa ljósi á lífsreynslu þessa einstaklinga. Stuðst er við heildræna sýn heilsumannfræðinnar en hún skoðar líf einstaklinga í órjúfanlegu samhengi við umhverfi þeirra. Samtímis einkennist heilsu- mannfræðin af gagnrýnum, siðferðilegum sjónarmiðum og áherslu á félagslegt réttlæti. Tekin voru lífsöguleg viðtöl við átta þátttakendur sem höfðu verið án sjúkdómsgreiningar í að lágmarki fimm ár. Sex þeirra hafa fengið einhverja greiningu, t.d. astma, vefjagigt, gersveppaóþol eða sjálfsofnæmi, og tveir hafa enga greiningu fengið. Aðdragandi meðfylgjandi jaðarstöðu var skoðaður, sem og þær aðstæður sem höfðu áhrif á hana. Niðurstöður gefa til kynna að skortur sé á skipulögðum farvegi innan heilbrigðiskerfisins fyrir þennan hóp sjúklinga. „Líf án sjúkdómsgreiningar” virðist að miklu leyti snúast um líf án handleiðslu og stuðnings. Þó afgerandi sjúkdómsgreining sé mikilvæg fyrir bætta líðan er ekki síður mikilvægt að sjúklingurinn sé virkur í lækningaferlinu sem og að hann mæti umhyggjuríkri handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks. Þátttakendur vilja heildstæða handleiðslu og leiðsögn sem þeir eiga rétt á sem sjúklingar en neikvæð menningarbundin túlkun á hugtökunum „sjúklingur“ og „sjúkdómur“, virðist hamla því að þátttakendur sæki þann rétt sinn.

Appeared in

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Accepted
26/10/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
halldora_Palsdotti... .pdf585KBOpen Complete Text PDF View/Open