EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13342

Title
is

Mengandi myndugleiki og óhlýðni

Published
October 2012
Abstract
is

Umræða um femínisma og femíníska baráttu virðist vekja upp sterkar tilfinningar í hugum margra. Í erindinu er fjallað um félagslega mótun kvenleikans og hvernig hann birtist með ólíkum hætti í ólíkum aðstæðum. Hugtökin styðjandi og mengandi kvenleiki, systurhugtök ráðandi karlmennsku verða greind í því sambandi. Mengandi kvenleiki er andstæða styðjandi kvenleika. Mengandi kvenleiki er greindur í femínísku baráttustarfi og skoðað hvernig bæði hugtökin, mengandi og styðjandi, tengjast áru kynjajafnréttis (Gyða Margrét Pétursdóttir, 2009) með ólíkum hætti. Greiningin byggir á þema- og orðræðugreiningu á skrifum netverja í kjölfar stofnunar Femínistafélags Íslands árið 2003. Í erindinu er spurt: Með hvaða hætti stuðlar styðjandi kvenleiki að undirskipun kvenna? Er rými fyrir annars konar kvenleika og hvers er hann megnugur? Hvernig er hægt að stuðla að raunverulegu kynjajafnrétti í stað áru kynjajafnréttis? Niðurstöður eru þær að mengandi kvenleiki spillir sambandi ráðandi karlmennsku og styðjandi kvenleika og er litin hornauga. Styðjandi kvenleiki er ein af forsendum þess að hægt er að dvelja innan áru kynjajafnréttis á meðan mengandi kvenleiki getur hugsanlega stuðlað að raunverulegu jafnrétti til lengri tíma litið.

Appeared in

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Stjórnmálafræðideild

Accepted
26/10/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Gyda_Petursdottir_... .pdf501KBOpen Complete Text PDF View/Open