EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13357

Title
is

Samanburður á viðhorfum íslenskra og tékkneskra neytenda til gæðavottunarmerkinga

Published
October 2012
Abstract
is

Í greininni er fjallað um matvæli merkt með gæðavottun (quality labels). Markmiðið var að koma auga á og bera saman viðhorf neytenda til þeirra gæðavottana sem notaðar eru á íslenskum og tékkneskum matvörumarkaði. Í fyrri hluta greinarinnar eru gæðavottanir skilgreindar og einkenni þeirra útlistuð en í seinni hlutanum er greint frá niðurstöðum rannsóknar er tók mið af ofangreindum markmiðum. Gögnum var safnað með hentugleikaúrtaki og fengust 267 svör; 117 svör voru frá íslenskum þátttakendum en 150 frá tékkneskum þátttakendum. Niðurstöður sýna að marktækur munur er til staðar á milli viðhorfa neytenda í löndunum tveimur til eftirfarandi þátta: Upprunalands matvara, vitneskju um merkingar og áhuga á upplýsingum varðandi gæðavottun matvæla. Ennfremur var tölfræðilega marktækur munur á milli kynja er kom að matarinnkaupum í Tékklandi sem og áhuga kynjanna á gæðavottun.

Appeared in

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild

Accepted
26/10/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
FridrikLarsen_ofl_... .pdf767KBOpen Complete Text PDF View/Open