is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13365

Titill: 
  • Ímynd banka og sparisjóða
Útgáfa: 
  • Október 2012
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort mat fólks á ímynd bankakerfisins sé mismunandi eftir kyni svarenda. Dregið er fram að fyrri rannsóknir sýni að konur taki gjarnan ábyrgari afstöðu til ýmissa samfélagsmála en karlar og er í greininni skoðað hvort slíkt komi fram í mælingum á ímynd banka og sparisjóða. Rannsóknin byggir á tveimur könnununum sem framkvæmdar voru í febrúar og mars 2012. Önnur er byggð á þægindaúrtaki meðal háskólanema en sambærileg könnun hefur verið framkvæmd síðan 2003. Hin er einnig byggð á þægindaúrtaki en það var á meðal almennings. Við úrvinnslu var kannað hvort munur væri á svörum milli úrtaka og í ljós kom að hvergi kom fram marktækur munur. Því voru úrtökin sett saman í einn gagngrunn sem gerir heildarfjölda svara 800. Í könnuninni er fólk beðið um að taka afstöðu til 10 ímyndarþátta á 9-stiga kvarða þar sem 1 stendur fyrir „Á mjög illa við þetta vörumerki“ og 9 „Á mjög vel við þetta vörumerki“. Vörumerkin eru starfandi viðskiptabankar á Íslandi þegar könnunin fór fram, þ.e. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, MP banki og Sparisjóðirnir. Í úrvinnslu þarf að skoða alla ímyndarþætti (10) út frá hverju vörumerki (5) og er því heildarfjöldi spurninga 50. Í framhaldi eru sett fram vörukort fyrir konur annars vegar og karla hins vegar. Í ljós kemur munur á afstöðu til tiltekinna ímyndarþátta bæði þegar skoðuð er afstaða til bankakerfisins í heild sem og þegar skoðaðar eru niðurstöður til einstaka banka. Þetta hefur þau áhrif að ímyndarleg staða bankanna er ekki sú sama hjá körlum annars vegar og konum hins vegar.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Viðskiptafræðideild
Samþykkt: 
  • 26.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SandraSaevars__ThorhallurGudlaugs_Imynd banka og sparisjoda.pdf971.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna