EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13376

Title
is

Hverjir óttast mest afbrot á Íslandi?

Published
October 2012
Abstract
is

Rannsóknir hafa sýnt að mun fleiri óttast afbrot en þeir sem brotið er á eða eiga eftir að verða fyrir brotum síðar á lífsleiðinni. Fleiri þættir en reynsla af afbrotum virðast því hafa áhrif á mat einstaklinga á eigin öryggi. Sökum þessa er ekki alltaf nóg að draga úr afbrotum til að minnka ótta við afbrot heldur verður að taka tillit til fleiri þátta. Þeir sem búa í þéttbýli virðast í þessu samhengi óttast afbrot meira en aðrir og sömuleiðis virðast konur og eldri borgarar óttast afbrot meira en karlar og yngri borgarar. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að betri fjárhagsstaða og lengri skólaganga hafa tilhneigingu til að draga úr ótta borgaranna við afbrot. Í erindinu verður sjónum einkum beint að Íslandi og þeirri spurningu varpað fram hvort þessar almennu niðurstöður eigi einnig við hér á landi.Niðurstöðurnar byggjast á netmælingu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi í desember 2011 og janúar 2012. Þátttakendur voru á aldrinum 18-74 ára og komu frá öllu landinu. Fjöldi svara var um 1200 og svarhlutfallið um 53 prósent. Hlutfallsleg skipting svara eftir aldri og búsetu var í
samræmi við þýðið og má fastlega búast við að svörin endurspegli það á viðunandi hátt.

Appeared in

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Accepted
29/10/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
JonasJonass_HelgiG... .pdf777KBOpen Complete Text PDF View/Open