EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13384

Title

"The reason I stay here in Beijing is not for living. I‘m just working here"

Published
October 2012
Abstract
is

Í kínverskum borgum býr fjöldi farandverkafólks sem gjarnan á uppruna sinn að rekja til dreifbýlis. Fólksflutningar innan Kína eru orðnir að föstu einkenni kínversks samfélags, en farandverkafólk flyst til borganna í þeim tilgangi að bæta lífskjör sín og sinna. Stjórnvöld settu á fót búsetuskráningarkerfi, svokallað hukou-kerfi, snemma á sjötta áratugnum til þess að stjórna efnahagslegri þróun og hamla taumlausum flutningum fólks til borganna. Vegna kerfisins býr farandverkafólk réttindalaust við bág kjör innan borganna og sú jaðarstaða mótar sjálfsmynd þessa fjölmenna hóps. Markmið þessa verkefnis var að fá innsýn í heim farandverkakvenna í Kína og fræðast um hvernig þær skilgreina sig sjálfar og eigin stöðu í kínverska borgarsamfélaginu. Við framkvæmd þessarar rannsóknar var notast við vettvangsathugun. Farið var í fjölda heimsókna á vettvanginn, Yaxiufatamarkaðinn í Peking, þar sem tekin voru viðtöl og fylgst með gangi mála. Viðtölin voru hálfstöðluð, en viðmælendur voru tólf ungar konur sem starfa á markaðnum. Vettvangsrannsóknin veitti rannsakanda ómetanlega innsýn í heim kínverskra farandverkakvenna sem nær langt út fyrir markaðinn. Helsti lærdómur rannsóknarinnar var að farandverkakonur taka að vissu leyti völdin í sínar hendur og stíga út fyrir rammann með því að freista gæfunnar á eigin vegum í borgum landsins. Þær ögra hefðbundnum gildum sem eru ríkjandi í dreifbýlinu og snúa aftur heim síðar með nýjar hugmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna.

Appeared in

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Accepted
29/10/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
SigrunVals_Kristin... .pdf503KBOpen Complete Text PDF View/Open