is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13388

Titill: 
  • Vinir og vandamenn : umfang og efnahagsleg áhrif VFR ferðamanna á Vopnafirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru skoðuð áhrif og umfang VFR ferðamanna (visiting friends and relatives) á Vopnafirði. Rannsóknin byggist á íbúakönnun sem póstsend var á 224 heimili haustið 2011. Könnunin byggir að nokkru leyti á íbúakönnun Backer (2010b) en með því móti var ætlunin að skapa möguleika á samanburði þar sem rannsóknir á þessu sviði munu ekki hafa farið fram fyrr á Íslandi. Unnið var úr gögnum með tölfræðilegum hætti. Rannsóknarspurningar snérust um áhrif VFR gesta á hegðun, eyðslu og útgjöld gestgjafanna og dvalarlengd VFR gesta.
    Helstu niðurstöður eru þær að allir svarendur sem skiluðu gildri, útfylltri könnun höfðu tekið á móti VFR gestum á síðustu 12 mánuðum. Stærsti hluti gestgjafa hafði tekið þátt í ferðamannahegðun af einhverju tagi með gestum sínum. Þá eru sterkar vísbendingar um að koma gestanna valdi gestgjöfunum útgjöldum umfram venju þó ákveðnir veikleikar í gögnum komi í veg fyrir að unnt sé að kveða á um hversu mikil þau eru. Loks er svo að sjá að tiltölulega lítill munur sé á dvalarlengd VFR gesta og annarra miðað við ferðamannakönnun frá 2010. Komutími VFR gestanna fellur að nokkru að háönn en þó virðast hún standa lengur fram á haustið og byrja fyrr.

  • Útdráttur er á ensku

    The influence and extent that VFR (visiting friends and relatives) tourists have in Vopnafjörður is the topic of this thesis. A questionnaire was mailed to 224 local households in the fall of 2011. The survey itself is partly based on Backer‘s (2010b) residents’ survey, creating a base for comparison as this topic has not been researched previously in Iceland. The survey questions focused on the effect of VFR guests on behavior, use made of local resources, and expenses borne by their hosts, as well as the length of stay by VFR guests.
    Nearly every respondent had received VFR guests in the preceding 12 months. The majority of hosts seemed to have undertaken some tourist activities with their guests. There are strong indications that the arrival of guests increases expenditure on the part of their hosts. Finally it is apparent that there is very little difference between the length of stay of VFR guests and other guests compared with a visitor survey conducted in Vopnafjörður 2010. The arrival of VFR guests is more frequent in the summer season, though it begins sooner (spring) and lasts longer into the autumn than for other guests.

Samþykkt: 
  • 30.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinir og vandamenn Umfang og efnahagsleg áhrif VFR ferðaman.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna