is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13400

Titill: 
  • Hollur er heimafenginn baggi : ferðaþjónustubændur og matvæli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur landbúnaður átt stóran þátt í sögu lands og þjóðar og ekki er langt síðan að flestir Íslendingar áttu einhver skyldmenni sem bjuggu í sveit en nú er öldin önnur. Flestir íbúar landsins búa í þéttbýli og einungis fáir búa í sveit og stunda landbúnað.
    Umræða síðustu missera hefur verið um framtíð íslensks landbúnaðar og hvernig hægt væri að styrkja hann og snúa við þeirri þróun sem á sér stað með því að efla ferðaþjónustu með aukinni heimavinnslu og beinni sölu afurða.
    Viðfangsefni verkefnisins er ferðaþjónusta bænda með áherslu á matarferðaþjónustu og það hvort bændur nýti sér matvæli / hráefni sem þeir framleiða sjálfir og hvort þeim finnist það skipta máli. Viðtöl voru tekin við ferðaþjónustubændur og unnið út frá fyrirliggjandi gögnum um matarferðaþjónustu, dreifbýlisferðaþjónustu og rannsóknum sem gerðar hafa verið. Niðurstaðan sýnir að ferðaþjónustubændur nýta sér sína framleiðslu og finnst það skipta máli vegna ímyndar, sérstöðu og fjárhagslegs ávinnings.

  • Útdráttur er á ensku

    Ever since the Icelandic settlement, agriculture has played a major role in the history of the country and the nation and until recently most Icelanders had relatives in the countryside, but much has changed. At present does most of the population live in urban areas while few live in the rural areas and practice agriculture.
    The future of Icelandic agriculture has been debated lately with special emphasis on how to strengthen its foundation and turn around the continuous decline of the last few decades by building up better tourism services with increased home processing and direct sale of products.
    The subject of this project is Agritourism with emphasis on culinary tourism and if farmers are using home produced provisions / raw materials and whether they find it important. Farm stay hosts were interviewed and secondary data related to culinary tourism, rural tourism and researches on this field were explored. The result is that farm stay hosts are using their own produce and find it important for the sake of image, identity and economical gain.

Samþykkt: 
  • 30.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Benny_BA_læst.pdf365.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna