EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Ráðstefnurit>Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13404

Title
is

Hrunið í borgarlandslaginu

Published
October 2012
Abstract
is

Robert Z. Aliber spáði fyrir um fall bankanna og hrunið þegar hann kom til Íslands vorið 2008. Hann sagðist hafa séð blikur á lofti eftir að telja byggingarkranana, svo lítið hagkerfi þyldi ekki svona marga byggingarkrana. Á þessum tíma voru miklar breytingar og uppbygging í gangi í samfélaginu. Ný og betri framtíð með auknum lífsgæðum var talin vera í vændum. Orð Alibers voru í algjörri andstöðu við það sem stjórnmálamenn og aðilar viðskiptalífsins sögðu. Þrátt fyrir viðvaranir Alibers og fleiri góðra manna kom efnahagshrunið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Á stuttum tíma fengu kranarnir sína hvíld og lögðust í dvala eftir langa og mikla vinnutörn. En eftir stóðu opnir grunnar og hálfkláruð mannvirki. Í dag, 4 árum síðar, stendur stór hluti áðurnefndra opinna grunna og hálfkláruðu mannvirkja enn ókláraður. Í nágrenni við þessar stöðnuðu framkvæmdir er fólk sem lifir þar og starfar. Útýnið úr til að mynda stofuglugganum er opinn grunnur og börnin þurfa að fara fram hjá byggingarsvæðum til að komast á leiksvæði. Áhrif slíks nágrennis á einstaklinga og samfélagið hafa lítið verið rædd. Borgarlandslagið byrjaði að breytast í tíð góðærisins svo kallaða og tók sig enn aðra mynd eftir efnahagshrunið.

Appeared in

Rannsóknir í félagsvísindum XIII: Félags- og mannvísindadeild

Accepted
01/11/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
HrafnhildurSverris... .pdf1.31MBOpen Complete Text PDF View/Open