is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13407

Titill: 
  • Tjáning án orða. Líkami og skynjun sem forsenda tjáningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðleitni heimspekinga til þess að lýsa heiminum í formi skilgreininga og hugtaka hefur gert það að verkum að sú reynsla okkar sem tungumálið nær ekki yfir hefur mögulega ekki fengið þá athygli sem skyldi í heimspekilegri umfjöllun. Takmark þessarar ritgerðar er að reyna að rökstyðja mikilvægi þessarar reynslu sem tungumálið nær ekki yfir, mikilvægi líkamlegra eða sjónrænna upplifanna. Til þess verður leitað í smiðju fyrirbærafræðinganna Maurice Merleau-Ponty og Simone de Beauvoir sem fjölluðu mikið um líkamann og skynjun. Til þess að reyna að skilgreina samband tjáningar án orða og síðan tungumáls verður einnig fjallað um hugmyndir Ludwigs Wittgenstein um mörk tungumálsins. Út frá þessum hugmyndum og með dæmi um sjónræna tjáningu í kvikmyndum sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman er leitast við að sýna fram á að í slíkum upplifunum finnum við hvað mest fyrir líkamanum og skynjum hann hvað sterkast, að við séum fyrst og fremst líkamleg. Jafnvel þótt ekki sé hægt að tjá þessar upplifanir á skilvirkan máta tungumálsins, tjáum við þær með tjáningu líkama okkar.

Samþykkt: 
  • 1.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð.pdf330.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna