is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13433

Titill: 
  • "Frá fyrstu tíð þarf að halda vel utan um barnið" : reynsla umsjónarkennara í 3. bekk af kennslu nemenda með lestrarerfiðleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna reynslu umsjónarkennara í 3. bekk af kennslu nemenda með lestrarerfiðleika.
    Rannsóknin var gerð á árunum 2009-2012 og var aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði fylgt. Þátttakendur voru fimm umsjónarkennarar í 3. bekk. Rætt var við hvern þeirra tvisvar, vorið 2009 og aftur vorið 2012. Rannsóknarspurningarnar voru:
    • Hver er reynsla fimm umsjónarkennara í 3. bekk af kennslu nemenda með lestrarerfiðleika?
    • Hvað telja kennararnir að efli möguleika þeirra til að mæta þörfum nemenda með lestrarerfiðleika og hvað telja þeir að hafi hamlandi áhrif á það?
    Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur sögðu að fræðslu um lestrarerfiðleika hafi verið ábótavant í grunnnámi þeirra en að þeir hafi öðlast þekkingu með aukinni starfsreynslu og með markvissum vinnubrögðum sem skólarnir sem þeir starfa við hafa lagt áherslu á. Fjöldi nemenda í bekkjum var það mikill að kennararnir töldu sig ekki hafa nægjanlegt svigrúm til þess að sinna nemendum með lestrarerfiðleika eins vel og þeir myndu kjósa. Kennararnir töldu einkenni lestrarerfiðleika skýr strax á fyrstu misserum grunnskólagöngunnar og að fljótt þurfi að bregðast við þeim með markvissri kennslu og hvatningu þannig að nemendur missi ekki áhugann á lestrarnáminu. Árangursríkustu leiðirnar til þess voru að mati þátttakenda að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og fjölbreytt námsefni ásamt því að eiga gott samstarf við foreldra. Kennararnir sögðu að mikilvægi heimilanna væri ótvírætt og að heimanám í lestri þurfi að vera ánægjuleg athöfn en ekki kvöð.
    Niðurstöður vekja spurningar um hvernig hægt sé að hlúa að kennurum og nemendum á fyrstu árum grunnskólans þannig að hægt sé að mæta þörfum ólíkra nemenda í læsisnámi. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á reynslu kennara á þessu sviði og því ætti helsti ávinningur rannsóknarinnar að vera sjónarhorn þeirra á aðstæður og það má hafa til hliðsjónar þegar hugað er að úrbótum á innra starfi grunnskóla eða menntun kennara.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to explore the experiences of supervising
    teachers in Year 3 with regard to the teaching of pupils with reading
    difficulties.
    The research was carried out during the period 2009-2012 and was
    conducted in accordance with the method of the Vancouver school of doing
    phenomenology. The research participants were five supervising teachers in
    Year 3. Each of them was interviewed twice, in spring 2009 and again in
    spring 2012. The research questions were as follows:
    · What are the experiences of five supervising teachers in Year 3 of
    teaching pupils with reading difficulties?
    · What do the teachers feel would help them meet the needs of pupils
    with reading difficulties and what do they believe would hinder them
    in this work?
    The main results were as follows: the participants stated that instruction
    regarding reading difficulties had been inadequate in their basic training.
    They have, however, gained knowledge through professional experience
    and by means of organised work practices which have been emphasised by
    the schools in which they were employed. As a result of the large number
    of pupils in each class, the teachers felt they did not have the opportunity
    to attend to pupils with reading difficulties to the extent they would have
    wished. The teachers felt that the symptoms of reading difficulties were
    already clearly revealed in the first months of primary school, and that
    those problems need to be promptly addressed by appropriate teaching
    methods and encouragement to prevent the pupils´ loss of interest in
    reading. The participants believed that the most effective ways of
    responding to the problem comprised varied teaching methods and study
    materials as well as successful cooperation with parents. The teachers
    stated that the importance of the home was indisputable and that reading
    tasks assigned at home have to be a pleasure but not an imposition.

Samþykkt: 
  • 12.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd iej LOK.pdf756.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna