is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13434

Titill: 
  • Hver eru viðhorf grunnskólakennara til lýðræðis í skólastarfi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn á viðhorfum grunnskólakennara til lýðræðis. Kveikjan að rannsókninni er ný aðalnámskrá grunnskóla og sex grunnþættir hennar sem verða innleiddir á næstu árum. Einn grunnþáttanna er lýðræði og mannréttindi. Í úrtaki rannsóknarinnar voru grunnskólakennarar í tveimur sveitarfélögum sem svöruðu spurningalista þar sem kannað var hvort og þá hvernig viðhorf til lýðræðis í skólastarfi birtist í störfum þeirra. Í grunnskólalögunum hefur um langt skeið verið kveðið á um að skólinn skuli búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi en það er nú fyrst með nýrri menntastefnu sem áætlanir hafa verið gerðar um framkvæmd þess. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar eru skrif John Dewey en hugmyndir hans um hina lýðræðislegu manneskju og mikilvægi menntunar í þróun lýðræðis falla vel að þeim hugmyndum sem koma fram í nýrri menntastefnu. Hin nýja menntastefna endurspeglar hugmyndir um rökræðulýðræði (e. deliberative democracy). Rökræðulýðræðið ætlast til þess að þegnarnir taki virkan þátt í samfélagsumræðu og stefnumótun. Í rannsókninni kom fram að skilningur kennara á lýðræðishugtakinu tengist fremur hugsjónum lýðræðisins en síður persónulegum birtingarmyndum þess líkt og samræðu, rökræðu eða hlustun. Einnig komu m.a. fram vísbendingar um að ef kennarar forðast umræðu um viðkvæm eða umdeild samfélagsleg málefni þá dragi úr lýðræðislegri virkni nemenda, frumkvæði, umburðarlyndi þeirra í garð hvers annars og gagnkvæmum skilningi. Þannig hafa viðhorf kennara til lýðræðisins bein áhrif á möguleika skólanna til að mennta lýðræðislegar manneskjur. Einnig kom fram að kennarar hafa kynnt sér nýjar áherslur aðalnámskrárinnar ágætlega og þeir telja sig vel í stakk búna til að innleiða þær. Niðurstöðurnar hafa meðal annars hagnýtt gildi fyrir kennslu í samfélagsfræði og lífsleikni og almennt fyrir innleiðingu grunnþáttarins lýðræði og mannréttindi í skólastarfi.

  • Útdráttur er á ensku

    What are the attitudes of teachers in primary schools towards democracy in education?
    This dissertation is based on a study on attitudes of teachers in primary schools towards democracy in education. The research was inspired by the new National Curriculum Guide for Compulsory Schools and its emphasis on six new fundamental pillars of education. One of those pillars is Democracy and Human Rights. The sample was composed of teachers in two different municipalities who answered a questionnaire on if, and how, their attitudes to democracy in education appeared in their work with students. The Compulsory School Act has stipulated for quite a while that schools shall prepare students to live and work in a democratic society; but it is only with the introduction of the new National Curriculum Guide that plans have been made on how to implement this. The theoretical background of the project are the writings of John Dewey; his ideas concerning the democratic human being and the importance of education in the development of democracy fit well with the new National Curriculum Guide for Compulsory Schools. The new National Curriculum Guide reflects paradigms of deliberative democracy, presupposing an active role of citizens in dialogue and policy making in the community. The study shows that the teachers understanding of democracy is more geared towards the ideals of democracy than its personal manifestations such as discussion, argumentation or listening. In addition, the results reflect that teachers avoidance of discussing controversial and sensitive subjects will make students less likely to show democratic activity, initiative, tolerance and reciprocity. Thus the attitudes of the teachers directly influence the potential of schools for democratic education. Furthermore, the results show positive attitudes of the participants towards the new National Curriculum Guide and they consider themselves ready to implement the fundamental pillars as a part of their practice. The results have practical value for education in Social Sciences, Life Skills and for the general implementation of the fundamental pillar of Democracy and Human Rights in education.

Samþykkt: 
  • 12.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingimar Ólafsson Waage.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna