is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13443

Titill: 
  • Breyttar áherslur í stærðfræðikennslu : hlutverk kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að stuðla að þekkingu og skilningi á breyttum kennsluháttum í stærðfræði og efla faglega umræðu. Gerð var rannsókn á stærðfræðikennslu á unglingastigi þar sem sérstaklega var skoðað hlutverk kennarans og áherslur hans í kennslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á kennsluhætti stærðfræðikennara sem eru að þróa kennsluhætti sína og máta þá við hugmyndir um breyttar áherslur í stærðfræðikennslu. Rannsóknin beindist því að kennurum, viðhorfi þeirra og sýn á stærðfræði¬kennslu, áherslum í kennslunni og samskiptum þeirra og starfi með nemendum. Leitað var svara við því hvernig námsaðstæður þeir stærð¬fræðikennarar skapa sem leggja áherslu á virkni nemenda í námi sínu.
    Rannsóknin var gerð veturinn 2011-2012 og var rannsóknaraðferðin eigindleg þar sem gögnum var safnað með viðtölum og vettvangs-athugunum. Valdir voru fjórir þátttakendur, sem allir eru starfandi stærð-fræðikennarar á unglingastigi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsakandi fór í skóla þátttakenda, ræddi við þá, fylgdist með kennslu hjá þeim og tók síðan við þá hálfopin viðtöl.
    Niðurstöður sýna að kennurunum ber saman um að áherslur í stærð-fræðikennslu hafi breyst. Aðaláherslan er ekki lengur á að kennarinn kenni fyrirfram gefnar aðferðir og leiðir til að leysa verkefni, heldur er áherslan á að nemendur fáist við fjölbreytt viðfangsefni og séu virkir í námi sínu. Þeir leggja áherslu á umræður og samvinnu og að nemendur skilji það sem þeir eru að fást við. Þeir leitast við að ná góðu sambandi við nemendur og leita leiða til að koma til móts við ólíka nemendur og námshópa. Kennararnir nota nýtt námsefni í kennslu sinni og einnig önnur fjölbreytt viðfangsefni.
    Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að kennarar á unglingastigi sem markvisst leita leiða til að þróa stærðfræðikennslu sína, leggja áherslu á að nota fjölbreyttar leiðir til að stuðla að virkni nemenda í námi sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this paper is to advance knowledge and understanding of new instruction methods in mathematics, and to strengthen professional discussion of the topic. To that end, a study of mathematics instruction was conducted at the junior high-school level, with special attention to the role of the teacher and his or her emphases in teaching. The purpose of the study was to illuminate instructional methods of teachers who are in the process of developing their approach, and compare these results with current ideas of mathematics instruction. Specifically, the teachers’ attitudes and opinions with regards to mathematics instruction were evaluated, the methods of instruction they are likely to emphasize, and their interactions with students. The goal was to determine what type of educational environment might be created when teachers seek to increase active student responding.
    The study was conducted during the winter of 2011-2012. The participants were four teachers who were active mathematics teachers at the time of the study. Qualitative methods were used and data collected by interviews and field observations. This involved visiting the participants’ schools where they worked, observing them in the act of teaching, and conducting semi-structured interviews.
    The results show that the teachers agreed that emphases in mathematics instruction have changed. It is no longer the case that teachers impart a set of pre-determined methods and strategies to solve assignments. Rather, students are encouraged to engage in diverse activities and be active learners. The teachers emphasize discussion and cooperation, and seek to promote true understanding of the topic. They seek to establish a good relationship with students, and to adapt their approach to varied student characteristics. The teachers use novel instructional materials and varied assignments.
    The results suggest that teachers at the junior high school level, who systematically seek to develop their approach to mathematics instruction, are likely to use diverse methods to induce active learning in their students.

Samþykkt: 
  • 20.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.-verkefni.pdf987.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna