is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13462

Titill: 
  • Lærdómssamfélagið : Tilraun til að búa til námsteymi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um námsteymi í lærdómssamfélagi (professional learning community), og hvað þurfi að vera til staðar til að koma því á. Leitað er í þann þekkingarbrunn sem til er en höfundur gerði litla starfendarannsókn veturinn 2009 – 2010 á því hvort almennur kennari geti haft þau áhrif að samstarfsfólk hans fari að tileinka sér aðferðir lærdómssamfélagsins. Hugtök eins og skólaþróun, starfsþróun, lærdómssamfélag og námsteymi eru skilgreind og fjallað um hvernig þau tengjast viðfangsefni rannsóknarinnar. Tilgangur með verkefninu er að afla meiri upplýsinga og þekkingar um fyrirbærið lærdómssamfélag. Reyna þannig að stuðla að því að skólasamfélagið fari að nota þær aðferðir sem einkenna lærdómssamfélagið með það í huga að auka gæði skólastarfs.
    Rannsóknarspurning mín er: Hvernig er hægt að byggja upp námsteymi sem einn þátt í lærdómssamfélaginu? Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að svarið við spurningunni sé ekki einhlítt. Svo að vel takist til þá þarf ekki aðeins að vera skýr rammi um hvernig eigi að vinna heldur þarf einnig að vera til staðar tími, ætlaður fyrir vinnu í námsteyminu. Það er ljóst að þeir sem tóku þátt í þessari vinnu telja sig hafa lært hverjir séu helstu veikleikar og styrkleikar í starfi þeirra. Einnig hefur þessi vinna eflt traust, þekkingu og færni ásamt því að fagleg umræða hefur batnað til muna. Helstu veikleikar rannsóknarinnar eru að aðeins einn hópur var myndaður, fundirnir of fáir og of langt á milli þeirra. Það hefði styrkt starfið að hóparnir væru fleiri og að allir starfsmenn skólans hefðu tekið þátt.

  • Útdráttur er á ensku

    Professional learning community : An effort to create a study group
    This project focuses on a study group in a professional learning community (PLC) and what needs to be involved to set them up. The author used the exsisting base knowledge to do a small action research in winter of 2009 – 2010 to see if the average teacher could influence his or her coworkers to adapt the methods of the professional learning community. Concepts such as school development, staff development and study group are defined and how they are connected to the subject of the study. The purpose of the project is to gather more information and knowledge about the phenomena that is professional learning community in an attempt to promote that school community start using the methods that characterize the professional learning community, keeping the improvement of the quality of education in mind.
    My research question is: How is it possible to create a study group as one aspect of the professional learning community? The results of this research indicate that the answer to the question is not one sided. In order to be successful, it needs not only a clear framework on how the work should be conducted, but also time used only to work within the study group. It is clear that those who participated in this process consider themselves to have learned which are their main weaknesses and strengths in their work. This process has also increased trust, knowledge and skills, as well as significantly improving the professional dialouge. The main weaknesses of this research are that only one group was formed and the meetings were too few and far between. Additional groups or having all the school staff participating would have produced stronger results.

Samþykkt: 
  • 23.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13462


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lærdómssamfélagið.pdf785.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna